Han Kang
Suðurkóreskur rithöfundur From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Han Kang (f. 27. nóvember 1970) er suður-kóreskur rithöfundur sem er þekktust fyrir skáldsöguna Grænmetisætuna, sem fjallar um geðröskun kóreskrar húsmóður og vanrækslu fjölskyldu hennar á henni. Árið 2016 varð ensk þýðing bókarinnar fyrsta kóreska bókin til að vinna alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin.
Árið 2024 vann Han Kang Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, fyrst Kóreumanna, fyrir „ákafan ljóðrænan prósa sem tekur á sögulegum áföllum og afhjúpar viðkvæmni mannlífsins“.[1]
Han Kang er fædd árið 1970 í Gwangju og er dóttir rithöfundarins Han Seung-won.[2] Kang flutti með fjölskyldu sinni til Seúl þegar hún var níu ára. Hún hóf feril í bókmenntum árið 1994 þegar hún gaf út ljóð í tímaritinu Bókmenntum og samfélagi (문학과사회). Árið 1995 gaf hún út smásagnasafnið Ástin á Yeosu (여수의 사) og síðan nokkrar skáldsögur og smásögur.[3] Þekktasta bók Kang, Grænmetisætan, kom út árið 2007 en vakti þó ekki athygli fyrr en nokkru seinna.[4]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads