Hassan Rouhani
7. forseti Írans From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hassan Rouhani (persneska: حسن روحانی; fæddur Hassan Fereydoun þann 12. nóvember 1948) er fyrrverandi forseti Írans og sjöundi maðurinn sem hefur verið í því embætti. Áður var hann löggjafi, fræðimaður og diplómat. Hann var kosinn í forsetaembætti 3. ágúst 2013 og endurkjörinn árið 2017.[1] Hann er lögfræðingur og fyrrum ríkiserindreki. Hann hefur átt sæti í sérfræðingaráði Írans frá 1999 og í ráðgjafaráði æðsta leiðtogans frá 1991. Hann var ritari þjóðaröryggisráðsins frá 1989 til 2005 og lykilmaður í því að semja um kjarnorkuáætlun Írans við Bretland, Frakkland og Þýskaland.
Rouhani hefur verið lýst sem hófsömum leiðtoga. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti við Vesturlönd og borgararéttindi innanlands.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads