Heiða Björg Hilmisdóttir

íslensk stjórnmálakona From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Heiða Björg Hilmisdóttir (f. 21. febrúar 1971) er íslensk stjórnmálakona og núverandi borgarstjóri Reykjavíkur frá febrúar 2025. Hún var áður varaformaður Samfylkingarinnar frá 2017 til 2022, og er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík.[1]

Staðreyndir strax Borgarstjóri Reykjavíkur, Forveri ...

Heiða Björg er fædd og uppalin á Akureyri en hefur búið í Reykjavík stærstan hluta ævinnar. Hún er dóttir Hilmis Helgasonar vinnuvélstjóra og Lovísu Snorradóttur sem starfaði í félagslegri heimaþjónustu. Eiginmaður Heiðu er Hrannar B. Arnarsson,[2] fyrrverandi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.[3][4]

Remove ads

Starfsferill og menntun

Heiða Björg er varaformaður Samfylkingarinnar[5] og fyrrverandi formaður kvennahreyfingar flokksins[6]. Áður en Heiða Björg tók sæti í borgarstjórn starfaði hún sem deildarstjóri eldhúss og matsala á Landspítala. [7]Hún var varaformaður MS-félagsins,[8] fyrst varaformaður[9] og svo formaður Norræna MS-ráðsins[10], formaður Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands [11] og er í fulltrúaráði evrópsku næringarráðgjafasamtakanna.[12] Hún hefur víða fjallað um mat og næringu í fjölmiðlum, starfað sem blaðamaður,[13][14] kennt í HÍ,[15] gefið út matreiðslubókina Samlokur ásamt Bryndísi Evu Birgisdóttur[16] og samið uppskriftir fyrir bókina Af bestu lyst 4.[17]

Heiða Björg er menntuð sem næringarrekstrarfræðingur og næringarráðgjafi frá Gautaborgarháskóla. Með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík og diploma í jákvæðri sálfræði frá Háskóla Íslands.

Remove ads

Ferill í stjórnmálum

Heiða Björg var formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar 2013 - 2016[18][19] og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar 2016.[20] Hún tók sæti í borgarstjórn haustið 2015, þegar Björk Vilhelmsdóttir hætti í stjórnmálum,[21] en hún hafði verið fyrsti varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá kosningum 2014.[22] Heiða Björg var upphafskona þess að stjórnmálakonur sendu frá sér yfirlýsingu „Áskorun til stjórnmálanna í skugga valdsins #metoo“ þar sem 419 stjórnmálakonur skoruðu á stjórnmálin að breytast og útrýma kynbundinni áreitni, ofbeldi og misbeitingu valds innan sinna raða.[23] Fleiri hópar fylgdu svo í kjölfarið.

Heiða Björg hefur verið formaður Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkur frá stofnun hennar sem samþykkt var á hátíðarfundi kvenna í borgarstjórn í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þann 31. mars 2015[24][25] og er henni ætlað að takast á við ofbeldi í sinni víðustu mynd – öllu ofbeldi alls staðar. Heiða Björg skipaði annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Borgarstjórnarkosningum 2018[26]og var á fundi borgarstjórnar 19. júní 2019 kosin formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og í Borgarráð Reykjavíkur[27] Heiða Björg var kjörin varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018,[28] hún á sæti í stjórn Félagsbústaða[29] og er varaformaður stjórnar ECAD, European Cities Action Network for Drug Free Societies.[30][31]

Heiða Björg var kjörin varaformaður Samfylkingarinnar 2017[32] en flokkurinn var þá nýkominn úr alþingiskosningum þar sem flokkurinn fékk einungis 5,7% atkvæða.[33] Hún hefur tvívegis verið endurkjörin, fyrst 2018[34] og svo 2020.[35]

Við brotthvarf Dags B. Eggertssonar úr borgarstjórn í janúar 2025 eftir að hafa verið kjörinn á þing varð Heiða Björg að oddvita Samfylkingarinnar. Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu þann 7. febrúar 2025 og eftir það hófust viðræður Samfylkingarinnar, Vinstri græna, Sósíalista, Pírata og Flokks fólksins. Þær viðræður tókust og tók Heiða Björg við embætti borgarstjóra þann 21. febrúar 2025.[36]

Stjórnarstörf

Formaður stjórnar Skógarbæjar Hjúkrunarheimilis[37]

Bjarkarhlíð, í stjórn[38]

Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar[39]

Formaður stjórnar Strætó 2016 - 2018[40][41]

Remove ads

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads