2025
ár From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Árið 2025 (MMXXV í rómverskum tölum) er í gregoríanska tímatalinu almennt ár sem byrjar á miðvikudegi.
Atburðir
Janúar
- 1. janúar -
- Búlgaría og Rúmenía gengu í Schengen-samstarfið.
- Úkraína hætti gasflutningum frá Rússlandi eftir að 5 ára samningur frá 2019 rann út.
- Hryðjuverkamaður ók bíll inn í mannfjölda í New Orleans. Fimmtán dóu og yfir þrjátíu manns særðust. Fáni Íslamska ríkisins fannst í bíl hans.
- Skotárás var gerð í Svartfjallalandi. Tólf voru drepin.
- Liechtenstein varð 37. ríkið til að lögleiða hjónabönd samkynhneigðra.
- 4. janúar:
- Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, sagði af sér vegna stjórnarkreppu.
- Glódís Perla Viggósdóttir var valin íþróttamaður ársins.
- 5. janúar - Úkraínuher hóf gagnárás í Kúrskfylki Rússlands.
- 6. janúar - Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði af sér sem formaður Frjálslynda flokksins og sem forsætisráðherra.
- 7. janúar:
- Nálægt 130 létust í jarðskjálfta í Tíbet.
- Skógareldar kviknuðu við Los Angeles, þeir stærstu í sögunni : Yfir 200.000 flúðu heimili sín og yfir 18.000 eignir brunnu. 29 létust. Eldarnir loguðu út janúarmánuð
- 9. janúar:
- Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur hélt fund með formönnum stjórnmálaflokkanna í danska þinginu vegna ummæla Donalds Trumps, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir stjórn Grænlands.
- Joseph Aoun var kosinn forseti Líbanons af líbanska þinginu.
- 12. janúar - Zoran Milanović var kosinn forseti Króatíu á ný og hóf sitt annað kjörtímabil.
- 14. janúar - 2. febrúar: Heimsmeistaramót karla í handbolta verður haldið í Króatíu, Danmörku og Noregi.
- 15. janúar:
- Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé.
- Forseti Suður-Kóreu, Yoon Suk Yeol var handtekinn en hann lýsti yfir herlögum í landinu í desember.
- 17. janúar - Framkvæmdir hófust við Fossvogsbrú.
- 19. janúar - Bandaríkin bönnuðu kínverska samfélagsmiðilinn TikTok.
- 20. janúar - Donald Trump tók við sem forseti Bandaríkjanna.
- 22. janúar - Hjónaband samkynhneigðra var leyft í Taílandi.
- 23. janúar - Micheál Martin var kosinn forsætisráðherra lýðveldisins Írlands.
- 26. janúar - Alexander Lúkasjenkó var endurkjörinn forseti Belarús.
- 28. janúar - Miloš Vučević, forsætisráðherra Serbíu, sagði af sér í kjölfar mótmæla stúdenta og bænda.
- 29. janúar:
- 67 létust í Washington D.C. þegar farþegaflugvél og herþyrla rákust saman í lofti.
- Ahmed al-Sharaa var skipaður 20. forseti Sýrlands.
- 30. janúar - Norska ríkisstjórnin sprakk þegar Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn slitu samstarfi vegna ágreinings um innleiðingu 4. orkupakka ESB.
Febrúar
- 1. febrúar - Hamas lét af hendi 3 ísraelska gísla og Ísrael frelsaði hátt í 200 palestínska fanga. Landamærin við Rafah á Gasa opnuðu í fyrsta skipti í 8 mánuði.
- 2. febrúar - Danska karlalandsliðið í handknattleik vann 4. heimsmeistaramótið í röð.
- 4. febrúar - Tíu voru skotnir til bana í skotárás á skóla í Örebro, Svíþjóð.
- 7. febrúar - Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, sleit samstarfi við Samfylkinginuna, Pírata og Viðreisn og meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur féll.
- 11. febrúar - Trjáfellingar hófust í Öskjuhlíð tengd öryggi austur-vestur flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Trén voru talin ógna flugöryggi en brautinni var lokað vegna þess.
- 12. febrúar :
- Konstantinos Tasoulas var kosinn forseti Grikklands.
- Klaus Iohannis sagði af sér sem forseti Rúmeníu.
- 13. febrúar - Afganskur hælisleitandi keyrði inn í hóp fólks í kröfugöngu í München í Þýskalandi. Tveir létust og hátt í 40 slösuðust.
- 18. febrúar - Rússland og Bandaríkin mynduðu diplómatísk tengsl að nýju og funduðu í Sádi-Arabíu um Úkraínustríðið.
- 21. febrúar - Heiða Björg Hilmisdóttir var skipuð borgarstjóri Reykjavíkur í nýjum meirihluta Samfylkingar, Pírata, Vinstri Grænna og Flokks Fólksins.
- 23. febrúar - Þingkosningar voru haldnar í Þýskalandi. Kristilegir demókratar og Valkostur fyrir Þýskalands urðu hlutskarpastir flokka.
- 25. febrúar - Kennaraverkfalli var afstýrt á Íslandi þegar málsaðilar samþykktu tillögu Ástráðs Haraldssonar, ríkissáttasemjara.
- 28. febrúar - Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, funduðu í Hvíta húsinu. Trump og JD Vance, varaforseti, þjörmuðu að Zelenskyj og sögðu hann ekki gera nóg til að stöðva stríðið við Rússland. Nokkru síðar stöðvuðu Bandaríkin vopnasendingar til Úkraínu.
Mars
- 2. mars - Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi.
- 4. mars - Bandaríkin settu 25% tolla á vörur frá Kína, Kanada og Mexíkó.
- 6. mars - 9. mars - Yfir 1.000 létust í Latakía- og Tartus-héruðum í Sýrlandi þegar liðsmenn hliðhollir Bashar al-Assad gerðu árásir á hermenn nýju stjórnarinnar. Stjórnarhermenn tóku fólk af lífi.
- 9. mars - Frjálslyndi flokkurinn í Kanada valdi sér nýjan leiðtoga, Mark Carney, sem varð jafnframt nýr forsætisráðherra landsins fimm dögum síðar.
- 11. mars:
- Þingkosningar voru haldnar á Grænlandi. Demokraatit hlaut flest sæti og bar sigurorð á stjórnarflokknum Inuit Ataqatigiit sem tapaði sætum.
- Rodrigo Duterte, fyrrum forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila vegna handtökuskipunar Alþjóðlega sakamáladómstólsins.
- 13. mars - Konstantinos Tasoulas varð forseti Grikklands.
- 18. mars - Ísrael drap yfir 400 manns á Gasa eftir að það sakaði Hamas um að efna ekki loforð um frelsun gísla.
- 19. mars - Ekrem İmamoğlu, borgarstjóri Istanbúl og tilvonandi frambjóðandi í tyrknesku forsetakosningunum var handtekinn fyrir spillingarsakir. Hundruð þúsunda mótmæltu í stærstu borgum Tyrklands.
- 20. mars - Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem mennta- og barnamálaráðherra þegar upp komst um gamalt mál hennar hvað varðaði samband við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára.
- 21. mars - Netumbo Nandi-Ndaitwah varð forseti Namibíu.
- 28. mars - Jarðskjálfti af stærð 7,7 með upptök nálægt borginni Mandalay í Mjanmar skók landið og nærliggjandi lönd. Yfir 5.400 létust.
- Kvikmyndaskóli Íslands fór í gjaldþrotameðferð.
Apríl
- 1. apríl - Eldgosin við Sundhnúksgíga: Lítið Eldgos hófst suðaustan við fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur. Það hófst um morguninn en var lokið um kvöldið.
- 2. apríl - Bandaríkin settu tolla að lágmarki 10% á önnur ríki en t.d. 20% á ríki Evrópusambandsins, 34% á Kína. Ísland hlaut 10% toll á vörur.
- 4. apríl - Yoon Suk-yeol var endanlega sviptur embætti sem forseti Suður-Kóreu af stjórnlagadómstól landsins.
- 8. apríl - Yfir 220 létust þegar þak næturklúbbs hrundi í Dóminíska lýðveldinu.
- 11. apríl - Kína setti 125% tolla á bandarískar vörur en Bandaríkin höfðu skömmu áður sett 145% toll á sumar kínverskar vörur.
- 13. apríl:
- Ísrael gerði loftárás á síðasta starfandi sjúkrahúsið á Gasa.
- Rússland gerði árás á miðbæ úkraínsku borgarinnar Súmy þar sem tugir óbreyttra borgara fórust.
- Heimssýningin Expo hófst í Osaka, Japan.
- Daniel Noboa var endurkjörinn forseti Ekvador.
- 18. apríl - Bandaríkin gerðu árásir á Húta í Jemen. Yfir 70 létust.
- 22. apríl - Íslamskir vígamenn í drápu 26 ferðamenn í indverska Jammú og Kasmír. Indland tengdi árásirnar við pakistönsku hryðjuverkasamtökin Lashkar-e-Taiba.
- 24. apríl - Stríð Rússlands og Úkraínu: Rússland gerðu eldflaugaárás á fjölbýlishús í Kyjiv þar sem 12 létust. Degi síðar var rússneski hershöfðinginn Jaroslav Moskalík drepinn með bílsprengju í Moskvu.
- 28. apríl - Þingkosningar voru haldnar í Kanada. Frjálslyndi flokkurinn vann sigur og Mark Carney varð áframhaldandi forsætisráðherra landsins.
- 30. apríl - Bandaríkin og Úkraína gerðu auðlindasamning. Í skiptum fyrir aðgang að úkraínskum orku- og málmauðlindum, skuldbundu Bandaríkin sig að styrkja varnir og uppbyggingu Úkraínu.
Maí
- 1. maí - Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa.
- 3. maí - Þingkosningar voru haldnar í Ástralíu. Verkamannaflokkurinn vann sigur.
- 5. maí -
- 6. maí: Friedrich Merz tók við embætti kanslara Þýskalands.
- 8. maí: Robert Francis Prevost kardínáli, var kjörinn páfi undir nafninu Leó 14..
- 10. maí - Indland og Pakistan sömdu um vopnahlé en ríkin höfðu skipst á loftárásum dögunum áður.
- 12. maí - Verkalýðsflokkur Kúrda var lagður niður.
- 13. maí - 17. maí: Eurovision var haldið í Basel, Sviss. Austurríki bar sigur úr býtum.
- 17. maí - Hitamet var slegið í maí fyrir Ísland þegar 26,4 gráður mældust á Egilsstöðum.
- 18. maí -
- Kosningar til portúgalska þingsins. Sósíaldemókratar undir Luís Montenegro urðu hlutskarpastir.
- Forsetakosningar í Rúmeníu: Nicușor Dan sigraði mótherja sinn George Simion í annarri umferð.
- 22. maí - Bandaríkjastjórn ákvað að banna Harvard-háskólanum að taka við erlendum nemendum. Dómari setti bráðabirgðalögbann á ákvörðunina.
- 25. maí - Rússland gerði loftárásir á þrjátíu borgir í Úkraínu.
- 31. maí - Úkraína sendi yfir 100 árásardróna á herflugvelli í 5 fylkjum Rússlands m.a. í Írkútskfylki og Múrmanskfylki. Einnig voru tvær brýr sprengdar nálægt landamærum Úkraínu.
Júní
- 1. júní - Önnur umferð forsetakosninga í Póllandi fór fram. Hægri maðurinn, Karol Nawrocki, vann nauman sigur á Rafał Trzaskowski, borgarstjóra Varsjár og Evrópusinna.
- 3. júní:
- Forsetakosningar voru haldnar í Suður-Kóreu. Frjálslyndi frambjóðandinn, Lee Jae-myung, bar sigur af hólmi.
- Endurbættur Laugardalsvöllur opnaði þegar kvennalið Íslands mætti Frakklandi.
- Hollenska ríkisstjórnin féll þegar Geert Wilders formaður Frelsisflokksins sagði sig úr henni.
- 4. júní - Donald Trump bannaði ferðalög frá 12 löndum til Bandaríkjanna: 7 í Afríku, 4 í Asíu og eitt í N-Ameríku. (Afghanistan, Mjanmar, Tjad, Lýðveldið Kongó, Miðbaugs-Gínea, Eritrea, Haítí, Íran, Líbía, Sómalía, Súdan og Jemen)
- 6. júní - Mótmæli brutust út í Los Angeles gegn aðgerðum ICE, stofnunar sem handtekur ólöglega innflytjendur. Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að senda þjóðvarðliða til að skerast í leikinn. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fordæmdi ákvörðun Trumps.
- 9. júní - Ísrael stöðvaði för skipsins Madleen sem var á leið til Gaza með hjálpargögn. Aðgerðasinninn Greta Thunberg var meðal farþega.
- 12. júní - Farþegaþota með 242 manns hrapaði skömmu eftir flugtak í indversku borginni Ahmedabad. Þotan lenti á húsum þar sem tugir létust einnig. Einn komst lífs af úr flugvélinni. Alls létust nær 280 manns.
- 13. júní - Stríð Ísraels og Írans: Ísrael gerði víðtækar loftárásir á Íran. Hossein Salami, leiðtogi Íranska byltingarvarðarins var meðal þeirra sem fórust í árásunum og tveir háttsettir menn í íranska hernum. Íran svaraði með eldflauga og drónaárásum á Ísrael.
- 16. júní - 17. júní: Sjö helstu iðnríki heims funduðu í Kananaskis, Alberta í Kanada.
- 21. júní - Bandaríkin gerðu árásir á þrjá kjarnorkumiðstöðvar í Íran með B-2 sprengjuflugvélum.
- 23. júní - Íran gerði loftárásir á bandarískar herstöðvar í Katar.
- 27. júní - Lýðstjórnarlýðveldið Kongó og Úganda gerðu friðarsamning í Bandaríkjunum til að enda átök sem byrjuðu árið 2022.
- 28. júní - Gleðiganga var haldin í Búdapest þar sem allt að 200.000 tóku þátt. Borgastjóri borgarinnar studdi gönguna meðan Viktor Orbán, forsætisráðherra landsins, sagði hana hafa verið til skammar.
Júlí
- 1. júlí:
- Paetongtarn Shinawatra, forsætisráðherra Taíland var vikið úr embætti vegna spillingarmáls.
- Búlgaría tók upp evru.
- 2. júlí - 27. júlí: Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu kvenna verður haldin í Sviss.
- 4. júlí - 7. júlí: Flóð í mið-Texas urðu að minnsta kosti 140 að bana.
- 5. júlí - Þungarokksveitin Black Sabbath spilaði sína síðustu tónleika með upphaflegu meðlimunum í heimaborg sinni Birmingham. Rúmum 2 vikum síðar lést söngvari sveitarinnar, Ozzy Osbourne.
- 12. júlí: Samið var um þinglok á Alþingi eftir að 71. grein þingskaparlaga var beitt til að stöðva málþóf stjórnarandstöðunnar um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald.
- 15.-16. júlí: Ísrael gerði árásir á Sýrlandsher við borgina Suweida. Markmiðið var að vernda minnihlutahóp Drúsa sem hafa tengsl inn í Ísrael. Átök Drúsa og Bedúína á svæðinu ollu hundruðum mannsfalla. Einnig gerði Ísrael loftárásir á Damaskus, við varnarmálaráðuneytið og forsetahöllina.
- 16. júlí - Sundhnúkseldar: Eldgos hófst í sprungu norðaustur af Stóra-Skógfelli.
- 17. júlí - Júlía Svyrydenko varð forsætisráðherra Úkraínu.
- 21. júlí:
- 28 ríki skrifuðu undir yfirlýsingum um að stríðið á Gasa yrði að taka enda tafarlaust sem og óbærilegar þjáningar íbúa þar.
- Herflugvél í Bangladess hrapaði og létust 31.
- 24. júlí:
- 27. júlí - Ísrael ákvað að hleypa hjálpargögnum inn í Gasa.
- 28. júlí - Taíland og Kambódía sömdu um vopnahlé.
- 30. júlí - Jarðskjálfti, 8,8 að stærð, varð nálægt Petropavlovsk-Kamtsjatskíj í Rússlandi. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í ríkjum við Kyrrahafið.
- 31. júlí - Gintautas Paluckas, forsætisráðherra Litáens, sagði af sér vegna spillingarmála.
Ágúst
- 1. ágúst - Bandaríkjastjórn kynnti nýja tollaáætlun. Til að mynda hækkuðu tollar á Ísland úr 10% í 15% og Kanada úr 25% í 35%.
- 6. ágúst - Karol Nawrocki tók við embætti forseta Póllands.
- 7. - 17. ágúst: Heimsleikarnir verða haldnir í Chengdu í Kína.
- 8. ágúst - Leiðtogar Armeníu og Aserbaísjans, Níkol Pasjínjan og Ilham Aliyev, undirrituðu viljayfirlýsingu um friðarsamning milli ríkjanna í Hvíta húsinu í Washington. Það var liður í að binda enda á Nagornó-Karabak-átökin.
- 10. ágúst - Ísrael drap 5 fréttamenn Al-Jazeera á Gasa.
- 15. ágúst – Rússland og Bandaríkin héldu fund um stríð Rússlands og Úkraínu í herstöð í Anchorage, Alaska.
- 20. ágúst - 672 tonna kirkja í Kiruna var flutt 5 kílómetra innan borgarinnar vegna námagraftar undir henni.
- 21. ágúst - Ísraelsher réðst inn í Gasa-borg.
- 25. ágúst - Ísraelsher gerði árás á Nasser, síðasta starfandi spítalann á Gasa. Minnst 20 létust, þar á meðal alþjóðablaðamenn. Sameinuðu þjóðirnar staðfestu nokkrum dögum áður hungursneyð meira en 500.000 manna á Gasa.
- 27. ágúst - Evrópumótið í körfubolta hófst.
- 28. ágúst - Rússland gerði loftárásir á Kænugarð. Fleiri en 20 létust og skemmdist sendiskrifstofa Evrópusambandsins.
- 30. ágúst - Stjórnlagadómstóll Taílands vék Paetongtarn Shinawatra forsætisráðherra úr embætti vegna stjórnmálahneykslis.
- 31. ágúst:
- Yfir 2.200 létust í jarðskjálfta í Afganistan.
- Allt að 1.000 létust í aurskriðu í Darfúr, Suður-Súdan.
September
- 3. september - 16 létust og yfir 20 slösuðust þegar toglest fór af sporinu í miðbæ Lissabon.
- 7. september - Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, sagði af sér eftir ósigur flokks síns í kosningum.
- 8. september:
- Þingkosningar voru haldnar í Noregi. Verkamannaflokkur Jonas Gahr Støre, sitjandi forsætisráðherra, hlaut flest atkvæði.
- Franska þingið lýsti yfir vantrausti á François Bayrou forsætisráðherra.
- Breski þolraunamaðurinn Ross Edgley lauk sundi sínu kringum Ísland sem hófst 17. maí.
- 9. september:
- Ísrael gerði loftárásir á Dóha, höfuðborg Katar, sem beindust að pólitískum leiðtogum Hamas.
- Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Katmandú í Nepal. Mótmælin beindust gegn spillingu ráðandi afla en nokkrum dögum áður létust 22 í mótmælum gegn stjórninni. Forsætisráðherrann, K. P. Sharma Oli, sagði af sér.
- Sébastien Lecornu var skipaður forsætisráðherra Frakklands. Hann sagði af sér eftir 26 daga í embætti.
- 10. september:
- Rússneskir drónar fóru langt inn í landamæri Póllands. Átta voru skotnir niður af meira en 20 drónum.
- Hægri áhrifavaldurinn Charlie Kirk og bandamaður Donald Trump var skotinn til bana af leyniskyttu í Utah á fundi með háskólanemum.
- 11. september - Jair Bolsonaro, fyrrum forseti Brasilíu, var sakfelldur fyrir valdaránstilraun og dæmdur í 27 ára fangelsi.
- 14. september - Utanríkisráðherra Rúmeníu boðaði sendiherra Rússlands á fund vegna rússnesks flygildis sem rauf lofthelgi landsins.
- 21. - 22. september: Ýmis vestræn ríki viðurkenndu sjálfstæði Palestínu: Bretland, Kanada, Ástralía, Frakkland, Portúgal og fleiri Evrópuríki.
- 25. september - Inga Ruginienė varð forsætisráðherra Litáens.
- 26. september - Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rofnaði á 50 metra kafla í vatnavöxtum. Vegkafli við Djúpavog fór einnig í sundur.
- 28. september - Þingkosningar fóru fram í Moldóvu þar sem evrópusinnaði flokkurinn PAS fór með sigur af hólmi.
- 29. september - Íslenska lággjaldaflugfélagið Play varð gjaldþrota.
Október
- 1. október - Ísrael skipaði íbúa Gasa-borgar að rýma borgina.
- 3. október - Hinrik af Lúxemborg afsalaði sér krúnunni til sonar síns.
- 3. - 4. október - Þingkosningar verða í Tékklandi. Andrej Babiš, leiðtogi ANO-flokksins og fyrrum forsætisráðherra vann flest sæti.
- 5. október - Þingkosningar voru haldnar í Sýrlandi.
- 8. október - Ísrael og Hamas skrifuðu undir vopnahlé fyrir milligöngu Bandaríkjanna.
- 29. október - Þingkosningar verða í Hollandi.
Nóvember
- 27. nóvember - Heimsmeistaramót kvenna í handknattleik hefst í Þýskalandi og Hollandi.
Desember
Ódagsett
- Noregur bannar sölu á bensín og dísel bílum.
Remove ads
Dáin
- 1. janúar - David Lodge, enskur rithöfundur. (f. 1935)
- 4. janúar - Árni Grétar Jóhannesson, íslenskur tónlistarmaður, Futuregrapher (f. 1983)
- 7. janúar - Jean-Marie Le Pen, franskur stjórnmálaleiðtogi (f. 1928).
- 12. janúar - Ragnheiður Torfadóttir, fyrsti kvenrektor Menntaskólans í Reykjavík (f. 1937)
- 15. janúar - David Lynch, bandarískur kvikmyndaleikstjóri. (f. 1946)
- 24. janúar - Ellert B. Schram, alþingis- og knattspyrnumaður. (f. 1939)
- 30. janúar - Marianne Faithful, ensk tónlistarkona (f. 1946)
- 30. janúar - Ólöf Tara Harðardóttir, íslensk baráttukona (f. 1990)
- 1. febrúar - Horst Köhler, forseti Þýskalands (f. 1943).
- 2. febrúar - Björgólfur Guðmundsson. íslenskur viðskiptamaður (f. 1941)
- 8. febrúar - Sam Nujoma, fyrsti forseti Namibíu (f. 1929).
- 11. febrúar - Gísli Þór Ólafsson, tónlistarmaður og skáld (f. 1979)
- 17. febrúar - Gene Hackman, bandarískur leikari (f. 1930)
- 27. febrúar - Borís Spasskíj, sovésk-franskur skákmeistari. (f. 1937)
- 28. febrúar - Margrét Sigfúsdóttir, hússtjórnarkennari (f. 1947)
- 21. mars - George Foreman, bandarískur hnefaleikamaður (f. 1949)
- 1. apríl - Val Kilmer, bandarískur leikari (f. 1959)
- 4. apríl - Friðrik Ólafsson, íslenskur skákmeistari (f. 1935)
- 12. apríl - Steindór Andersen, íslenskur kvæðamaður. (f. 1954)
- 13. apríl - Mario Vargas Llosa, perúskur rithöfundur og stjórnmálamaður (f. 1936)
- 14. apríl - Jónas Ingimundarson, íslenskur píanóleikari (f. 1944)
- 21. apríl - Frans páfi (f. 1936)
- 1. maí -
- Ruth Buzzi, bandarísk leikkona (f. 1936)
- Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari (f. 1946).
- 10. maí - Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði (f. 1940)
- 11. maí - Lalli Johns, íslenskur smáglæpamaður (f. 1951)
- 12. maí - Hjörtur Torfason, hæstaréttardómari (f. 1935)
- 13. maí - José Mujica, forseti Úrúgvæ (f. 1935)
- 21. maí - Alasdair MacIntyre, skoskur heimspekingur (f. 1929)
- 7. júní - Orri Harðarson, tónlistarmaður og rithöfundur (f. 1972)
- 11. júní - Brian Wilson, bandarískur tónlistarmaður (f. 1942)
- 14. júní - Violeta Chamorro, níkarögsk stjórnmálakona (f. 1929)
- 24. júní - Clark Olofsson, sænskur glæpamaður. (f. 1947)
- 30. júní - Magnús Þór Hafsteinsson, fiskifræðingur og þingmaður. (f. 1964)
- 3. júlí -
- Diogo Jota, portúgalskur knattspyrnumaður (f. 1996)
- Michael Madsen, bandarískur leikari (f. 1957)
- 13. júlí - Muhammadu Buhari, nígerískur stjórnmálamaður (f. 1943).
- 22. júlí - Ozzy Osbourne, enskur tónlistarmaður. (f. 1948)
- 23. júlí - Gylfi Ægisson, tónlistarmaður (f. 1946)
- 24. júlí - Hulk Hogan, bandarískur glímukappi (f. 1953)
- 26. júlí - Tom Lehrer, bandarískur grínisti og stærðfræðingur. (f. 1928)
- 5. ágúst - Ion Iliescu, rúmenskur stjórnmálamaður. (f. 1930).
- 11. ágúst - Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir.
- 20. ágúst - Brent Hinds, bandarískur gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mastodon (f. 1974)
- 21. ágúst - James Dobson, bandarískur rithöfundur og sálfræðingur. (f. 1936)
- 4. september - Giorgio Armani, ítalskur fatahönnuður (f. 1934)
- 6. september - Rick Davies, breskur tónlistarmaður (Supertramp). (f. 1944)
- 10. september - Charlie Kirk, bandarískur hægrimaður, áhrifavaldur og rithöfundur. (f. 1993)
- 14. september - Ricky Hatton, breskur hnefaleikakappi. (f. 1978)
- 16. september:
- Robert Redford, bandarískur leikari og leikstjóri. (f. 1936)
- Tomas Lindberg, sænskur þungarokkssöngvari. (At the Gates) (f. 1972)
- 17. september - Hans Enoksen, forsætisráðherra Grænlands (f. 1956)
- 1. október - Jane Goodall, breskur dýrafræðingur (f. 1934)
Remove ads
Nóbelsverðlaunin
- Bókmenntir: László Krasznahorkai
- Efnafræði: Omar M. Yaghi, Susumu Kitagawa og Richard Robson.
- Eðlisfræði: John Clarke, Michel H. Devoret og John M. Martinis.
- Lífeðlis- og læknisfræði: Mary E. Brunkow, Fred Ramsdell og Shimon Sakaguchi.
- Friðarverðlaun Nóbels: María Corina Machado
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads