Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hungursneyðin í Sovét-Úkraínu eða Holodomór (hið upphaflega úkraínska heiti, dregið frá moryty holodom („myrt með hungri“)) var hungursneyð af mannavöldum í Sovét-Úkraínu árin 1932 og 1933 sem dró milljónir Úkraínumanna til dauða. Á þessum árum geisaði hungursneyð á þeim svæðum Sovétríkjanna sem framleiddu korn. Ástæður þess voru líklega blanda margra þátta: dræmrar uppskeru vegna þurrka, aukinnar eftirspurnar vegna iðnvæðingar, vegna lélegs skipulags á samyrkjubúskap, útflutnings á korni, og vegna stjórnarstefnu ríkisins.[1][2]



Opinberlega viðurkennd sem þjóðarmorð
Opinberlega fordæmd sem útrýmingaraðgerð
Ekki opinberlega viðurkennd sem þjóðarmorð
Ástandið dró á milli 3,3[3] til 7,5[4] milljónir Úkraínumanna til dauða.
Remove ads
Viðurkenning á hungursneyðinni sem þjóðarmorði
Sumir telja að hungursneyðin hafi verið skipulögð af Jósef Stalín leiðtoga Sovétríkjanna til að útrýma sjálfstæðishreyfingu Úkraínumanna. Undir miðstýringu Stalíns voru hvers kyns framleiðendum, korn-framleiðendum þar með töldum, settir kvótar á framleiðslu sína. Korn-framleiðendum voru settir háir framleiðslukvótar þrátt fyrir lélega uppskeru og leiddi það til hungusneyðar sem var leyft að versna. Ríkisstjórnin afþakkaði mataraðstoð erlendis frá og fólki var ekki leyft að flytja milli landsvæða. Vegna þessara þátta er hungusneyðin stundum nefnd þjóðarmorð, en það er umdeilt. Í dag viðurkennir ríkisstjórn Úkraínu ásamt 15 öðrum ríkjum hungursneyðina sem þjóðarmorð.[5] Með notkun orðsins Holodomór er reynt að undirstrika manngerða hluta hungursneyðarinnar.
Alþingi Íslendinga samþykkti ályktun um að hungursneyðin hefði verið þjóðarmorð þann 23. mars árið 2023.[6]
Remove ads
Tilvitnanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads