Hraunhellir

Hellir myndaður í eldfjallabergi From Wikipedia, the free encyclopedia

Hraunhellir

Hraunhellar eru alls konar hellar í hrauni þó aðallega 'hraunrásir' neðan yfirborðs jarðar.

Thumb
Thurston hraunhellirinn á Hawaii, með storkuborðum
Thumb
Hraunhellir á Réunion
Thumb
Hraunhellir í Suður-Kóreu
Thumb
Víðgelmir með ísmyndun
Thumb
Hraunhellirinn Leiðarendi
Thumb
Leiðarendi, spenar

Skilgreiningar

Hraunhellir er „almyrkt holrúm í hrauni“[1].

Hraunhellar geta verið hellar af náttúrulegum uppruna eins og hraunrásir (t.d. Surtshellir), hellar í hraundrýlum og hraunbólum (finnast td. í Aðaldal), sprunguhellar (sjá Grjótagjá), gervigígahellar og gíghellar líkt og Þríhnúkagígur í Bláfjöllum. [1]"Hraunhellar geta einnig myndast við svokallaðan troðhól, þá treðst kvika úr eldfjalli undir storknað hraunyfirborðið og lyftir því, þannig að holrými myndast."[2]Sjávarrof getur líka myndað hraunhella þegar hraunið er við sjávarsíðuna, t.d. á Hellnum á Snæfellsnesi.

Til þess að teljast hellir er gjarnan við það miðað að holrýmið sé a.m.k. 20 metrar að lengd[2] en annars er talað um skúta eða hraunskúta.

Hraunrásir

Í flestum tilfellum er talað um hraunrásir í þessum samhengi.[3][2]

Aðallega finnast hraunrásir í helluhraunum þar sem efsta lag þunnfljótandi basaltkviku hefur storknað en bráðið hraunið haldið áfram að streyma í afmörkuðum farvegum undir yfirborðinu. „Rásirnar eru ýmist í gígveggjum eða í efri hluta hins nýrunna hrauns sem þegar hefur storknað að hluta. Einnig geta slíkar rásir eða hraungöng myndast mun utar í helluhraunum.“[4] Þegar eldgosið rénar sjatnar í þessum farvegum og eftir standa langir hellar. Stundum eru þeir ennþá hálffylltir af hrauni.[1] Hallinn í göngunum þarf að vera nægur, til að kvikan geti runnið úr göngunum eftir að ný hættir að berast að.[2]

Litadýrð í mörgum hraunhellum er vegna útfellinga og efnasambanda sem leka úr veggjunum.[2]

Hraunhellir finnst líka í Holuhrauni.[5]

Myndanir í hraunhellum

Margs konar myndanir finnast í hraunhellum, þar á meðal dropasteinar (dropsteinar), kleprasteinar, hraunfossar og hraunstrá, stundum líka mannvistarleifar.[1] Myndunum má skipta í þrjá flokka: 1) Myndanir sem stafar af rennsli hraunkvikunnar í hellinum, t.d. storkuborð; 2) Afgangsbráð sem lekur inn í hellinn, t.d. dropsteinar; 3) Myndanir sem eru ekki úr hrauni eins og ísmyndanir, sandkastalar, dropasteinar (úr kalki) o.s.frv.[6]

Dropsteinar og hraunstrá

Mest áberandi eru dropsteinarnir úr hraunbráð[4]. Þeir myndast þegar hraun er hálfstorknað og svokölluð afgangsbráð er á hreyfingu í æðum inni í hrauninu og þrýstist út í holrúm í hrauninu og þar með inn um veggi og loft hellanna. Afgangsbráð sem lekur niður úr hellisloftinu myndar 'hraunstrá og spena, en á gólfinu hlaða droparnir upp dropsteina.“[7]

Dæmi

Dæmi um hraunhella á Íslandi eru Surtshellir, Stefánshellir, Víðgelmir, Raufarhólshellir og mikið fleiri (sjá lesefni).

Hraunhellar eru einnig til á eldvirkum svæðum í öðrum löndum og heimsálfum eins og á Hawaii, í Suður-Koreu, Ítalíu og Spáni.

Lesefni

  • Björn Hróarsson: Hellahandbókin. Leiðsögn um 77 íslenska hraunhella. Reykjavík 2008.

Sjá líka

Tenglar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.