Hreinsanirnar miklu

From Wikipedia, the free encyclopedia

Hreinsanirnar miklu
Remove ads

Hreinsanirnar miklurússnesku: Большо́й терро́р / bolshoj terror, „ógnin mikla“) voru skipuleg herför pólitískra ofsókna sem stóð í Sovétríkjunum frá 1936 til 1938. Í þeim var stór hluti af embættismönnum sovéska kommúnistaflokksins og ríkisstofnana „hreinsaður“ úr stöðum sínum og fjöldi almennra borgara og leiðtoga rauða hersins var handtekinn og tekinn af lífi fyrir meint „spellvirki“ eða „gagnbyltingarhyggju.“ Hreinsanirnar stóðu sem hæst frá 1937 til 1938 en sá tími er oft kallaður Jezhovstsjína (Ежовщина; bókstaflega „Jezhov-fyrirbærið“ eða „Jezhov-tíminn“) í höfuðið á Níkolaj Jezhov, þáverandi öryggisráðherra og formanni sovésku leyniþjónustunnar NKVD. Jezhov stóð fyrir mörgum helstu grimmdarverkum tímabilsins en var síðar sjálfur handtekinn og tekinn af lífi í hreinsununum. Í hreinsununum voru gasbílar notaðir til að taka fólk af lífi án dóms og laga.[1][2][3] Talið er að um 600.000 manns hafi látið lífið af völdum sovéskra stjórnvalda á meðan á hreinsununum stóð.[4]

Thumb
Thumb
Níkolaj Jezhov, sem hafði farið fyrir fjölda aftaka í hreinsununum miklu, var sjálfur handtekinn árið 1938 og tekinn af lífi 1940. Hann var í kjölfarið fjarlægður af opinberum ljósmyndum eins og þessari.

Í vesturheimi varð algengt að tala um „ógnina miklu“ eftir að bókin The Great Terror eftir Robert Conquest kom út árið 1968. Titill bókarinnar var sjálfur skírskotun í Ógnarstjórn frönsku byltingarinnar.[5]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads