Hverfisgata
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Hverfisgata er gata í Reykjavík sem liggur samsíða Laugavegi og teygir sig frá Hlemmi niður á Lækjargötu. Hverfisgata er kennd við Skuggahverfi, og fékk formlega nafn sitt árið 1898.

Hverfisgata er ein af höfuðgötum miðbæjar Reykjavíkur. Frá því skömmu eftir þarsíðustu aldamót hefur hún ásamt Laugavegi verið aðalsamgönguæðin út úr og inn í bæinn til austurs og á fyrri hluta 20. aldar var hún ein af fjölmennustu götum höfuðstaðarins.
Remove ads
Merk hús við Hverfisgötu
- Þjóðmenningarhúsið, Hverfisgötu 15.
- Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19.
- Hverfisgata 21, hús Félags bókagerðarmanna.
- Hverfisgata 29, hús danska sendiráðsins.
- Hverfisgata 83, Bjarnaborg stórhýsi Bjarna Jónssonar snikkara.
- Hverfisgata 115, var reist sem skrifstofur og híbýli forstjóra Gasstöðvar Reykjavíkur, en hýsir nú starfsemi Stígamóta.
- Hverfisgata 125, húsið nefnt Norðurpóll. [1]
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads