Sigfús Halldórsson - Við Vatnsmýrina
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Sigfús Halldórsson syngur og leikur eigin lög er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1952. Á henni syngur Sigfús Halldórsson tvö laga sinna Í dag og Við Vatnsmýrina og leikur undir á píanó. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Remove ads
Lagalisti
Um plötuna
Í apríl 1952 fóru fram í Ríkisútvarpinu upptökur með Sigfúsi Halldórssyni á lögunum Litlu flugunni, Tondeleyo, Í dag og Við Vatnsmýrina (IM 2 og IM 7). Prufuplötur bárust um sumarið en endanlegar plötur komu ekki í sölu í Drangey fyrr en 21. desember, meðal annars vegna verkfalls sem hafði áhrif á innflutning til landsins. Þessi plata er sérstök að því leyti að hún er óvenjulega stór (30 cm.) og því náði hún minni sölu en ella hefði verið því lögin eru bæði klassískar perlur. Þetta var eina plata Íslenzkra tóna sem var í þessari stærð.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads