Isabel Allende
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Isabel Angélica Allende Llona (f. 2. ágúst 1942) er chileskur rithöfundur sem sló í gegn á heimsvísu með skáldsögunni Hús andanna frá 1982. Hún er oft kennd við töfraraunsæið en tilheyrir samt kynslóð suðuramerískra rithöfunda sem kom fram eftir uppgangskynslóðina. Bækur hennar byggjast á hennar eigin reynslu, eru skrifaðar út frá sjónarhorni kvenna og flétta saman goðsögum og raunsæi. Aðrar bækur hennar sem komið hafa út á íslensku eru meðal annars Ást og skuggar frá 1985, Eva Luna frá 1987, Eva Luna segir frá frá 1989, Á slóð skepnunnar frá 2002 og Ríki gullna drekans frá 2004.
Allende hefur verið nefnd mest lesni höfundur á spænska tungu.[1] Árið 2004 var hún tekin inn í Bandarísku listaakademíuna[2] og árið 2010 fékk hún bókmenntaverðlaun Chile.[3] Hún hefur búið í Kaliforníu frá 1989 og fékk bandarískan ríkisborgararétt árið 1993.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads