J. K. Simmons
bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jonathan Kimble „J. K.“ Simmons (fæddur 9. janúar 1955) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Law & Order seríunum, Oz, Spider-Man myndunum og The Closer.
Remove ads
Einkalíf
Simmons er fæddur og uppalinn í Detroit, Michigan. Þegar Simmons var 10 ára fluttist fjölskyldan til Worthington, Ohio. Síðan þegar hann var 18 ára fluttist fjölskyldan til Missoula, Montana. [1]
Simmons stundaði nám bæði við Ohio State háskólann og við Montana háskólann þaðan sem hann útskrifaðist með gráðu í tónlist árið 1978. [2]
Hefur verið giftur Michelle Schumacher síðan 1996 og saman eiga þau tvö börn.
Remove ads
Ferill
Leikhús
Simmons byrjaði ferill sinn á Broadway sem leikari og söngvari. Hefur hann leikið í leikritum og söngleikjum á borð við Guys and Dolls, Peter Pan, Das Barbecu, Birds of Paradise og A Change in their Heir.
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Simmons var árið 1986 í sjónvarpsmyndinni Popeye Doyle. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Homicide: Life on the Street, Third Watch, ER, Without a Trace, The West Wing, Robot Chicken og Parks and Recreation.
Simmons er þekktur fyrir hlutverk sitt sem réttargeðlæknirinn Dr. Emil Skoda, sem hann hefur leikið í þremur útgáfum af Law & Order og New York Undercover.
Á árunum 1997-2003 lék Simmons sadistann Vernon Schillinger í fangelsisdramanu Oz.
Frá 2005-2012 lék Simmons aðstoðarlöreglustjórann Will Pope í The Closer.
Simmons hefur ljáð J. Jonah Jameson rödd sína í þáttum á borð við Ultimate Spider-Man, Marvel´s Avengers Assemble og Hulk and the Agents of S.M.A.S.H. . Simmons ljáði ritstjóranum rödd sína í tveimur þættum af Simpsonsfjölskyldunni.
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Simmons var árið 1994 í The Ref. Hefur hann síðan þá leikið í kvikmyndum á borð við Extreme Measures, The Jackal, The Cider House Rules, The Gift, Hidalgo, Burn After Reading, Megamind og Contraband.
Lék J. Jonah Jameson í öllum þremur Spider-Man myndunum sem Sam Raimi leikstýrði.
Simmons er farinn að verða þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndum sem eru framleiddar og leikstýrðar af vini hans Jason Reitman, þar á meðal Thank You for Smoking, Juno og Jennifer's Body.
Árið 2014 var Simmons boðið hlutverk í kvikmyndinni Whiplash sem Terence Flethcer. Þetta hlutverk átti eftir að skila honum óskarsverðlaunum sem besti leikari í aukahlutverki, ásamt Golden Globe verðlaunum.
Auglýsingar
Simmons hefur talað inn á fyrir gula M&M's í auglýsingum og einnig fyrir Norelco rakvélarnar.
Tölvuleikir
Simmons hefur talað inn á tölvuleiki á borð við Portal 2, The Legend of Korra og Spider-Man.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
Remove ads
Leikhús
|
|
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Academy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films verðlaunin
- 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
African-American Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Alliance of Women Film Journalists verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Austin Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Australian Film Institute verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Awards Circuit Community verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.
BAFTA verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Behind the Voice Actors verðlaunin
- 2013: Tilnefndur sem besti talleikari spennu/drama-sjónvarpsseríu fyrir The Legend of Korra.
- 2012: Tilnefndur sem besti talleikari í tölvuleik fyrir Portal 2.
Black Film Critics Circle verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Boston Society of Film Critics verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Broadcast Film Critics Association verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Juno.
Central Ohio Film Critics Association verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.
Chicago Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Chlotrudis verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2008: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Juno.
Critics´ Choice Movie verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Dallas-Fort Worth Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Denver Film Critics Society
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir I Love You, Man.
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.
Detroit Film Critic Society verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Drama Desk verðlaunin
- 1995: Tilnefndur sem besti leikari í söngleik fyrir Das Barbecu.
Florida Film Critics Circle verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Georgia Film Critics Association verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Golden Globe verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Golden Schmoes verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Houston Film Critics Society verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Independent Spirit verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Indiana Film Journalists Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Indiewire Critis´ Poll verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- International Cinephile Society verðlaunin
- 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- International Online Cinema Awards verðlaunin
- 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- International Online Film Critics´ Poll verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Iowa Film Critics verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Italian Online Movie Awards verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Las Vegas Film Critics Society verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- London Critics Circle Film verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Los Angeles Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- MTV Movie verðlaunin
- 2015: Tilnefndur sem besti vondi karlinn fyrir Whiplash.
- National Society of Film Critics verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- New York Film Critics Circle verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- New York Film Critics, Online verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- North Carolina Film Critics Association verðlaunin
- 2015: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- North Texas Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Online Film & Television Association verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2014: Tilnefndur sem besti talleikari fyrir The Legend of Korra.
- 2013: Tilnefndur sem besti talleikari fyrir The Legend of Korra.
- Online Film Critics Society verðlaunin
- 2014: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- Palm Springs International Film Festival verðlaunin
- 2015: Spotlight verðlaunin fyrir Whiplash.
Phoenix Film Critics Society verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
San Diego Film Critics Society verðlaunin
- 2014: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
San Francisco Film Critics Circle verðlaunin
- 2014: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Santa Barbara International Film Festival verðlaunin
- 2015: Virtuoso verðlaunin fyrir Whiplash.
Satellite verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Screen Actors Guild verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2011: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
- 2010: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
- 2008: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
- 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The Closer.
Southeastern Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
St. Louis Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Toronto Film Critics Association verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Utah Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Vancouver Film Critics Circle verðlaunin
- 2015: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Village Voice Film Poll verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
Washington DC Area Film Critics Association verðlaunin
- 2014: Verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir Whiplash.
- 2009: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Up in the Air.
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads