Jafar Panahi

íranskur kvikmyndagerðarmaður From Wikipedia, the free encyclopedia

Jafar Panahi
Remove ads

Jafar Panâhi (f. 11. júlí 1960) er íranskur kvikmyndagerðarmaður, oft tengdur við írönsku-nýbylgju kvikmyndahreyfinguna.

Staðreyndir strax Fæddur, Þjóðerni ...

Eftir að hafa gert stuttmyndir í nokkur ár og unnið sem aðstoðarleikstjóri Abbas Kiarostami, varð Panahi þekktur fyrir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd, Hvítu blöðruna (1995) en myndin hlaut Camera d'Or verðlaunin á Kvikmyndahátíðinni í Cannes, fyrstu stóru verðlaun íranskrar kvikmyndar.

Panahi hefur verið gagnrýninn á stjórnarfar í heimalandi sínu en árið 2010 var hann handtekinn[1] og dæmdur í sex ára fangelsi. Hann á að hafa ógnað öryggi landsins og verið með áróður gegn íranska ríkinu. Ásamt Panahi, sem var bannað að stunda kvikmyndagerð í 20 ár, fara úr landi og tala við fjölmiðlamenn, voru eiginkona hans og dóttir handteknar.

Árið 2012 hlaut Panahi, ásamt Nasrin Sotoudeh, Sakharov-verðlaunin sem áróðursfólk gegn íranska ríkinu.[2]

Panahi hefur hlotið mörg af stærstu verðlaunum kvikmyndageirams, má þar nefna Gulljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum fyrir Hringinn (2000), Gullbjörn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir Taxi (2015) og besta handrit á Kvikmyndahátíðinni í Cannes fyrir Þrjú andlit (2018).

Remove ads

Einkalíf

Panahi er giftur Tahereh Saidi, sem hann kynntist fyrst í framhaldsskóla þegar hún vann sem hjúkrunarfræðingur.[3] Saman eiga þau tvö börn, soninn Panah Panahi fæddan árið 1984,[3] og dótturina Solmaz Panahi. Panah Panahi sótti Háskólann í Tehran[4] og gerði sína fyrstu stuttmynd, The First Film,[5] árið 2009 og var sýnd á Montreal World Film Festival. Solmaz nam sviðshöfundanám Tehran.[3]

Kvikmyndaskrá

Nánari upplýsingar Ár, Upprunalegur titill ...
Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads