Jens Garðar Helgason
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jens Garðar Helgason (f. 15. desember 1976) er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá alþingiskosningum 2024. Hann hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2025.
Jens er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er er með MBA-gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens var formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð frá 2010 til 2018, hann var formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 2014-2020 og varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017-2020. Jens gaf kost á sér í fyrsta sæti fyrir Sjálfstæðisflokk fyrir alþingiskosningar 2024 og hafði betur gegn sitjandi oddvita flokksins í kjördæminu, Njáli Trausta Friðbertssyni, þegar raðað var í efstu sæti framboðslista á kjördæmisþingi 20. október 2024.[1] Hann gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi í mars 2025 og sigraði kosninguna á móti Diljá Mist Einarsdóttur.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads