John D. Rockefeller

From Wikipedia, the free encyclopedia

John D. Rockefeller
Remove ads

John Davison Rockefeller (8. júlí 183923. maí 1937) var bandarískur iðnrekandi og auðkýfingur. Hann stofnaði olíufyrirtækið Standard Oil (S.O.), sem á sínum tíma var stærsta olíufyrirtæki heims. Rockefeller gjörbylti bæði olíuiðnaðinum og fjárveitingum til góðgerðarmála. Ef tekið er tillit til gengisbreytinga og kaupmáttarsveiflu er hann oft talinn ríkasti maður sögunnar.[1][2][3][4]

Staðreyndir strax Fæddur, Dáinn ...

Rockefeller settist í helgan stein árið 1897 og varði elliárunum í kerfisbundnar fjárveitingar til góðgerðarmála. Hann kom á fót menntastofnunum eins og Chicago-háskóla og Rockefeller-háskóla og ýmsum rannsóknarstofnunum, sem höfðu mikil áhrif á þróun læknisfræði og vísinda.

Rockefeller var alla tíð bindindismaður. Hann átti fjórar dætur og einn son.

Remove ads

Tilvísanir

Heimildir og ítarefni

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads