Jon Wellner
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Jon Wellner (fæddur 11. júlí 1975) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Henry Andrews í CSI: Crime Scene Investigation.
Einkalíf
Wellner fæddist í Evanston í Illinois í Bandaríkjunum.
Wellner er með arfgengan augnsjúkdóm sem kallast Retinitis Pigmentosa og hefur hann unnið mikið fyrir samtökin Foundation Fighting Blindness sem berjast fyrir lækningu og meðferð gagnvart sjúkdómnum.
Ferill
Wellner kom fyrst fram á sjónvarsviðið árið 2001 í sjónvarpsþáttum á borð við: Becker, Gilmore Girls og Thieves. Einnig kom hann fram í kvikmyndinni Brown Eyed Girl sama ár. Árið 2005 var honum boðið gestahlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: Crime Scene Investigation sem Henry Andrews og hefur síðan 2005 verið fastur aukaleikari í þættinum.
Kvikmyndir og sjónvarp
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Jon Wellner“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 13. apríl 2011.
- Jon Wellner á IMDb
- http://www.cbs.com/primetime/csi/cast/jon-wellner/ Jon Wellner á heimasíðu CSI: Crime Scene Investigation á CBS.
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads