José Piendibene
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
José Miguel Piendibene Ferrari (f. 5. júní 1890 - d. 12. nóvember 1969) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ, sem lék sem framherji og er talinn einn besti leikmaður í sögu þjóðar sinnar. Hann lék allan sinn feril hjá Peñarol og tók síðar að sér þjálfun liðsins.
Remove ads
Ævi og ferill
Piendibene var leikmaður með Peñarol frá Montevídeó frá 1908 til 1928. Á þeim tíma vann hann ellefu titla, þar af fjóra úrúgvæska meistaratitla. Alls tók hann þátt í 62 leikjum gegn erkijendunum í Nacional, fleiri en nokkur annar leikmaður. Árið 1924 var hann útnefndur heiðursfélagi í Peñarol og var hann fánaberi á fimmtíu ára afmæli félagsins árið 1941.
Árið 1909 lék Piendibene sinn fyrsta landsleik, gegn Argentínumönnum í Buenos Aires. Árið eftir lék hann tvo leiki í fyrsta móti suður-amerískra landsliða, en ekki er hefð fyrir að telja þá keppni til hinnar opimberu Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu. Fyrsta formlega Suður-Ameríkukeppnin fór fram í Argentínu 1916. Úrúgvæ fór með sigur af hólmi á mótinu og skoraði Piendibene fyrsta markið í sögu keppninnar í leik gegn Síle. Hann var einnig í sigurliði Úrúgvæ í sömu keppni árið 1920.
Eftir að Piendibene lagði skóna á hilluna tók hann í tvígang við þjálfun Peñarol.
Hann lést árið 1969, 79 ára að aldri.
Remove ads
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „José Piendibene“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. mars 2024.
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads