Karachi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Karachi (úrdú: کراچی; sindhi: ڪراچي; IPA: /kəˈrɑːtʃi/) er stærsta borg Pakistans og ein af stærstu borgum heims. Karachi er höfuðborg héraðsins Sindh og stendur við syðsta odda landsins. Hún var höfuðborg Pakistans frá 1947 til 1958 og er enn miðstöð menningar, iðnaðar og verslunar. Þar eru tvær stærstu hafnir landsins og mest notaði alþjóðaflugvöllurinn, Jinnah-flugvöllur. Meðal innfæddra var hún þekkt sem „borg ljósanna“ (روشنين جو شهر) vegna litríks næturlífs á 7. og 8. áratug 20. aldar.[1] Karachi er talin mesta heimsborg Pakistans, þar sem íbúar koma frá öllum þeim þjóðum sem búa í landinu.[2] Borgin er auk þess talin ein frjálslyndasta og framsæknasta borg landsins.[3][4] Íbúar borgarinnar voru rúmlega 20 milljónir árið 2023.[5]

Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads