Karakas

Höfuðborg Venesúela From Wikipedia, the free encyclopedia

Karakas
Remove ads

Karakas (Spænska: Caracas, opinberlega: Santiago de León de Caracas) er höfuðborg Venesúela. Íbúar Karakas eru um 2 milljónir (2017) talsins (3 milljónir á stórborgarsvæðinu). Borgin er stærsta borg landsins.

Thumb
Austur-Karakas.
Thumb
Fátækrahverfi í borginni.

Borgin liggur í samnefndum dal við fljótið Guaire í norðurhluta landsins milli strandfjallanna Cordillera de la Costa. Byggð er í um 750-1150 metra hæð.

Ein hæsta morðtíðni í heimi er í Karakas.[1][2][3]

Remove ads

Heiti

Ekki er vitað með vissu hvað liggur að baki nafninu og eru uppi fáeinar tilgátur. Þær tvær helstu eru að í upprunalega óstytta nafninu Santiago de León de Caracas sé Santiago til heiðurs Jakobs eldri (sp. Santiago el Mayor), postula og verndardýrlings Spánar sem mælti fyrir nýlenduverkefnum; León, ættarnafn landstjóra svæðisins á tímabilinu, Ponce de León; og Caracas sem tilvísun í frumbyggjanna sem þar voru fyrir stofnun borgarinnar.

Önnur tilgáta gengur út á að „Caracas“ sé leitt af blómi sem hinir öndverðu íbúar kölluðu caraca og sem fannst í miklum mæli í dalinum þar sem í dag borgin er.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads