Karl Gauti Hjaltason

From Wikipedia, the free encyclopedia

Karl Gauti Hjaltason
Remove ads

Karl Gauti Hjaltason (fæddur í Reykjavík 31. maí 1959) er íslenskur lögfræðingur, karatemaður, lögreglustjóri og þingmaður fyrir Miðflokkinn.

Staðreyndir strax Alþingismaður, frá ...

Karl er lögfræðingur að mennt. Hann hefur gegnt ýmsum störfum, verið sýslumaður í Vestmannaeyjum, Árnessýslu, Hólmavík og skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Hann hefur komið að ýmsu íþrótta- og félagsstarfi: Stofnaði karatefélagið Þórshamar árið 1979 og var fyrsti formaður þess, formaður Taflfélags Vestmannaeyja og fyrsti formaður Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja og hvatamaður að stofnun þess. Hann er með svarta beltið í karate. [1] Karl var kjörinn á Alþingi fyrir Flokk fólksins í Alþingiskosningum árið 2017. Hann var einn þeirra þingmanna sem náðist upptaka af á Klausturbarnum þann 20. nóvember 2018. Í kjölfarið á Klaustursmálinu var honum vikið úr Flokki fólksins ásamt Ólafi Ísleifssyni.[2] Þeir Karl og Ólafur gengu síðar til liðs við Miðflokkinn.[3]

Karl Gauti datt út af þingi í Alþingiskosningunum 2021. Árið 2023 var hann skipaður lögreglustjóri á Vestmannaeyjum af Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, gagnrýndi skipun hans vegna kvenfyrirlitningar sem henni og fleirum hefði verið sýnd í umræðunum á Klausturbar 2017.[4]

Karl Gauti leiddi lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum 2024 og náði kjöri á þing á ný.

Remove ads

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads