Katla

eldfjall á Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia

Katla
Remove ads

Katla er eldstöð staðsett undir Mýrdalsjökli á Íslandi. Katla er stór megineldstöð, ein af stærstu og virkustu megineldstöðvum landsins. Kötlueldstöðin er um 30 km í þvermál og rís hæst yfir 1400 m hæð yfir sjó. Í miðju eldstöðvarinnar er Kötluaskjan, um 100 ferkílómetrar að stærð og allt að 700 metra djúp. Í henni er víðast 400-700 m þykkur ís. Askjan skiptist í þrjú vatnasvæði: vatnasvæði Kötlujökuls, Sólheimajökuls og Entujökuls.

Thumb
Katla 1918
Thumb
Mýrdalsjökull. Katla er undir Mýrdalsjökli.
Thumb
Katla eldstöðvakerfi merkt rautt á kortinu og megineldstöðin Katla merkt með grænum þríhyrning. Gossprungur einning tilgreindar.
Thumb
Staðsetning Kötlueldstöðvarinnar í Mýrdalsjökli.

Einkennisgos Kötlu eru basalt sprengigos en samspil kviku og íss veldur því að gjóska myndast sem dreifist yfir nærliggjandi sveitir. Katla hefur líka gosið súrum sprengigosum en þau eru mun sjaldgæfari. [1] Kötlugos hafa að meðaltali orðið á 40 til 80 ára fresti og hafa 16 eldgos verið skráð í eldstöðinni frá því menn settust að á Íslandi en þau eru þó líkast til fleiri eða að minnsta kosti 20 talsins.[2] Síðast gaus Katla árið 1918 og því eru miklar líkur á gosi á næstu árum. Katla er ein frægasta eldstöð á Íslandi og alræmd fyrir hinar miklu hamfarir sem fylgja í kjölfar eldgosanna. Við gos bráðnar jökulísinn ofan við gosopið og safnast leysingavatn fyrir undir jöklinum, þangað til að það brýst fram af miklu afli í gríðarlegu jökulhlaupi. Mikið magn af ís, ösku og aur berst með hlaupvatninu og eyðir það öllu sem verður í vegi þess. Mestallur Mýrdalssandur er myndaður í hinum miklu jökulhlaupum sem hafa orðið í kjölfar Kötlugosa og jökulflóða mögulega.

Remove ads

Tilvísanir

Tengt efni

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads