Kaupfélag Steingrímsfjarðar
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kaupfélag Steingrímsfjarðar (skammstafað KSH) var lengi eitt af fáum kaupfélögum á Íslandi sem enn starfaði. Það var með höfuðstöðvar á Hólmavík á Ströndum og rak þar verslun og söluskála. Einnig rak kaupfélagið verslanir á Drangsnesi við norðanverðan Steingrímsfjörð og í Norðurfirði í Árneshreppi. Kaupfélag Steingrímsfjarðar átti helmingshlut í rækjuvinnslunni Hólmadrangi ehf. á Hólmavík. Árið 2019 eignaðist Samherji meirihluta í Hólmadrangi og árið eftir var verslunarrekstur kaupfélagsins leystur upp. Félög heimafólks voru stofnuð um áframhaldandi verslunarrekstur á Norðurfirði og Drangsnesi auk Pakkhússins (byggingavöruverslunar) á Hólmavík. Samkaup tóku við rekstri matvöruverslunarinnar á Hólmavík.
Kaupfélag Steingrímsfjarðar hét áður Verslunarfélag Steingrímsfjarðar og var stofnað 29. desember 1898.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads