Keisaraviður

From Wikipedia, the free encyclopedia

Keisaraviður
Remove ads

Keisaraviður (Cryptomeria japonica) er japanskt tré og hið eina af ættkvíslinni Cryptomeria ("faldir hlutar") sem er af einiætt (Cupressaceae). Keisaraviður var áður talinn til Taxodiaceae. Hann er einlendur í Japan og gengur þar undir nafninu sugi (japanska: 杉).[2][3][4]

Staðreyndir strax Ástand stofns, Vísindaleg flokkun ...
Thumb
Great sugi of Kayano eða 栢野大杉
Remove ads

Lýsing

Thumb
Cryptomeria japonica: (vinstri) sproti með þroskuðum könglum og óþroskuðum frókönglum efst; (miðja) sproti með fullorðinsbarri; (hægri) sproti með ungviðsbarri
Thumb
Köngull og fræ

Keisaraviður er mjög stórt sígrænt tré, allt að 70 m hátt og 4 m í stofnþvermáli, með rauðbrúnan börk sem flagnar í láréttum flögum. Barrnálarnar liggja í spíral eftir greinunum, 0,5 - 1 sm langar og könglarnir eru hnattlaga, 1 - 2 sm í þvermál með 20–40 köngulskeljum.

Tegundin hefur verið ræktuð svo lengi í Kína að það er oft talið innfætt þar. Form sem hafa verið valin til skrauts eða til timburframleiðslu fyrir löngu í Kína hafa verið lýst sem sérstakt afbrigði Cryptomeria japonica var. sinensis (eða jafnvel sem sjálfstæð tegund, Cryptomeria fortunei), en þau eru vel innan þess breytileika sem finnst villt í Japan, og það eru engar sannanir fyrir að tegundin hafi fundist villt í Kína. Erfðagreining á frægasta stofni af Cryptomeria japonica var. sinensis á Tianmu-fjalli, sem er með tré sem eru talin tæplega 1000 ára gömul, styður þá kenningu að sá stofn sé innfluttur.[5]

Thumb
Trjágöng við Togakushialtarið í Nagano
Thumb
Ræktunarskógur af Cryptomeria
Remove ads

Búsvæði

Cryptomeria vex í skógum með djúpum jarðvegi með góðu frárennsli, og í hlýju og röku loftslagi, og vex það hratt við þau skilyrði. Það þolir illa lélegan jarðveg og kaldara og þurrara loftslag.[6]

Thumb
Planki skorinn af Cryptomeria japonica
Thumb
Cryptomeria japonica - bolur

Nytjar

Thumb
Ræktað sem bonsai

Timbur Cryptomeria japonica er ilmríkt, veður, fúa og skordýraþolið, mjúkt og með lítinn þéttleika.[7][8]

Tilvísanir

Viðbótarlesning

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads