Kelvin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kelvin er SI-mælieining fyrir hita og ein af sjö grunneiningum SI-kerfisins, táknuð með K. Er skilgreind út frá núllpunkti sínum sem samsvarar alkuli og einu kelvin sem er er 1/273,16 af þrípunkti vatns.
Remove ads
Saga

Einingin var kynnt til sögunnar árið 1954 á 10. fundi Conférence Générale des Poids et Mesures (samþykkt 3, CR 79) hún er nefnd eftir breska eðlis- og verkfræðingnum William Thomson, fyrsta Baron af Kelvin.
Celsíuskvarðinn er nú skilgreindur út frá kelvin, en 0 °C samsvara 273,15 kelvin, sem aftur er bræðslumark vatns við staðalaðstæður.
Remove ads
Ritháttur
Orðið kelvin sem SI-eining er skrifað með litlum staf nema í byrjun setningar, táknið K er þó ávallt hástafur og aldrei skáletrað, bil er á milli tölunnar og táknsins líkt og með aðrar SI-einingar. Ekki er talað um „gráður á kelvin“ né heldur er gráðumerkið notað, þetta stafar af því að kelvin er, ólíkt Fahrenheit og Celsíus, mælieining en ekki kvarði. Þó var skrifað „gráður á Kelvin“ og „°K“ frá því einingin var upprunalega kynnt til sögunnar árið 1954 þar til árið 1967 þegar því var breytt á 13. fundi CGPM (samþykkt 3, CR 104).
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads