Kengúrur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kengúrur eru pokadýr sem tilheyra ættinni Macropodidae en til hennar teljast allt að 47 tegundir. Kengúrur finnast ekki aðeins í Ástralíu heldur einnig á Tasmaníu, Papúa-Nýju Gíneu og á Bismarck-eyjum. Á hverju ári eignast kengúrur unga, meðgangan er mjög stutt, hún varir einungis í 30 daga. Unginn er mjög vanþroska við fæðingu, aðeins um 2 cm á lengd og vegur um eitt gramm. Unginn kemur sér í poka móður sinnar og heldur sig þar í um sjö til tíu mánuði. Strax eftir að unginn hefur yfirgefið pokann er móðirin reiðubúin til mökunar á nýjan leik.
Remove ads
Helstu tegundir
- Grákengúra (Macropus giganteus) lifir í Ástralíu og Tasmaníu. Hún er oftast silfurgrá en litabreytileiki hennar fer eftir svæðum, hún er einnig mjög síðhærð og eru þær með mikinn og fallegan feld.
- Rauðkengúra (Macropus rufus) er stærst kengúra. Hún finnst um alla Ástralíu. Karldýrin geta orðið allt að 200 cm á hæð og vegið um 90 kíló.
- Klettakengúra (Osphranter robustus) finnst einnig um alla Ástralíu, aðallega á klettasvæðum.
- Antilópukengúra heldur til í Norður-Ástralíu.
Remove ads
Fæða
Kengúrur éta mikið af gróðri, þær tyggja mat sinn vel og lengi áður en þær kyngja. Fæða þeirra er mismunandi eftir tegundum en allar kengúrur eru þó jurtaætur. Framtennur þeirra eru beittar sem auðveldar þeim mjög að bíta gras niðri við rót.
Orðsifjar
Orðið kengúra er dregið af ensku "kangaroo" sem aftur kemur úr Guugu Yimithirr orðinu gangurru, sem vísar til grákengúru.[1][2] Nafnið var fyrst skráð "kanguru" þann 12. júlí 1770 í dagbók Sir Joseph Banks. Það gerðist þar sem nú er Cooktown, á bökkum Endeavour-ár, þar sem HMS Endeavour undir stjórn James Cook var dregið á land og næstum sjö vikur tók að gera við skemmdir sem það hafði orðið fyrir á Kóralrifinu mikla.[3] Cook minntist fyrst á kengúrur í dagbókarfærslu þann 4. ágúst. Guugu Yimithirr er tungumál- Guugu Yimithirr þjóðflokksins á svæðinu.
Algeng saga um enska nafnið er að "kangaroo" þýði "Ég skil þig ekki"[4] á Guugu Yimithirr. Samkvæmt þessari þjóðsögu voru Cook og Banks að rannsaka svæðið þegar þeir rákust á dýrið. Þeir spurðu nálægan frumbyggja hvað skepnurnar nefndust. Viðkomandi svaraði "Kangaroo", sem þýddi "Ég skil þig ekki", sem Cook tók fyrir nafnið á skepnunni. Þessi þjóðsaga var afsönnuð um 1970 af málfræðingnum John B. Haviland í rannsóknum hans á Guugu Yimithirr-fólkinu.[5]
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads