Kenning

From Wikipedia, the free encyclopedia

Remove ads

Kenning (enska: theory) er safn tengdra fullyrðinga til að skýra eða skilja. Einnig er hægt að skilja hugtakið sem „staðfesta hugmynd okkar um veruleikann og um tengsl milli fyrirbæra“.[1]

Það er engin ein leið til að setja fram kenningu. Vísindamenn reyna þó að sjálfsögðu að miða kenningar við fyrri athuganir og nota svo einhvers konar sköpunargáfu og hugarflug til að útvíkka fyrri kenningar og koma þannig með hugsanlega og, í flestum tilfellum, líklega útskýringu á því af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru. Einn mikilvægasti þáttur kenningar verður að vera sá að það sé hægt að afsanna hana með tilraun. Kenningar sem ekki er hægt að afsanna með tilraun teljast ekki til fullgildra kenninga. Dæmi um blátt áfram kenningu sem auðvelt er að prófa er: "xxx". Dæmi um kenningu sem ekki er hægt að prófa er: Allt súkkulaði hverfur þegar enginn horfir á það og verður svo aftur til aftur um leið og einhver horfir aftur á það. Það er ómögulegt að afsanna þessa kenningu. Það verður samt að gera sér grein fyrir því að ef ekki er hægt að afsanna tilgátu þá getur hún vel verið sönn. Það eina er að hún er ekki vísindaleg.

Vísindamenn eiga einnig að vera hlutlausir þegar þeir setja fram kenningar. Þetta atriði er ekki alltaf staðreynd þar sem ákvarðanir vísindamann litast að sjálfsögðu að fyrri reynslu þeirra.

Almennt gildir að því einfaldari sem kenningar eru, því betra. Auðveldara er að prófa kenningu sem hefur fáar breytur en kenningu sem hefur margar. Kenning sem hefur fáar breytur til að kann eitthvað atriði, s.s. A hefur áhrif á B, er jafnframt betri en kenning sem hefur margar breytur, að því gefnum að þær útskýra hið sama.

Remove ads

Notkun í aðferðafræði og tölfræði

Í aðferðafræði og tölfræði er talað um núlltilgátu (H0) annars vegar og aðaltilgátu (H1) hins vegar. Núlltilgátan segir til um að engin tengsl séu á milli þeirra breyta sem í hlut eiga. Aðaltilgátan er aftur á móti að þessi tengsl séu til staðar.

  • Tilgátukenning er safn skilyrtra setninga og tilgáta (enska: hypothesis) sett fram sem prófanleg kenning (enska: empirical observations).
  • Túlkunarkenning er samstætt sjónarhorn sett fram til aukins skilnings en er ekki prófanleg.

Kenning er vel rökstudd hugmynd um hvernig eitthvað er (til dæmis líffræðikenning eða sagnfræðikenning) eða hvernig eitthvað eigi að vera (til dæmis siðfræðikenning). Kenning er venjulega talin vera betur rökstudd og traustari en tilgáta, sem segja má að sé upplýst ágiskun. Í raunvísindum er kenning tækniheiti yfir tilgátu sem ítrekað hefur staðist raunprófanir og þykir þá lýsa viðfangi sínu vel. Vísindalegar kenningar verða að vera hrekjanlegar, þ.e. skilyrðin sem uppfylla þarf til þess að hrekja kenninguna þurfa að vera tilgreind.

Remove ads

Tengt efni

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads