Kænugarður
höfuðborg og stærsta borg Úkraínu From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kænugarður eða Kyjív (úkraínska: Kyjív eða Київ; rússneska: Kíev eða Киев) er höfuðborg og stærsta borg Úkraínu og jafnframt höfuðstaður Kænugarðsfylkis. Núverandi borgarstjóri er Vítalíj Klitsjkó. Eftir innrás Rússlands í Úkraínu 2022 höfðu 2 milljónir yfirgefið borgina í lok mars. Sumir sneru þó til baka.
Borgin liggur í norðurhluta landsins við fljótið Danparfljót. Árið 2021 bjuggu tæpar 3 milljónir í borginni. Borgin er menningar-, iðnaðar- og vísindamiðstöð í Austur-Evrópu og er 7. fjölmennasta borg Evrópu. Rekja má byggð í borginni til 5. aldar.
Með þekktari stöðum í borginni er sjálfstæðistorgið Majdan Nezalezjností. Á lista UNESCO yfir menningarminjar eru Dómkirkja heilagrar Soffíu og klaustrið Petsjersk Lavra. Maríjínskyj-höll er önnur þekkt bygging.
Remove ads
Nafn borgarinnar
Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist í fornum bókmenntum. Í Kristni sögu segir að þeir Þorvaldur víðförli Konráðsson og Stefnir Þorgilsson hafi ferðast víða um lönd til að boða kristni og heimsótt Kænugarð.[1]
Borgin er einnig nefnd svo í öðrum fornum ritum, þar á meðal Gautreks sögu[2], Flateyjarbók[3], Hauksbók[4] og Guðmundar sögu biskups[4].
Íslenska nafnið Kænugarður virðist á yfirborðinu samsett úr kæna (‘skip’) og garður, en er aðlagað úr fornausturslavnesku orði: Kijan-gorod, sem leitt er af íbúa- eða þjóðflokksheitinu Kijane og orðinu gorod ‘borg’.[5]
Remove ads
Landfræði
Borgin liggur í norðurhluta landsins við Danparfljót sem tæmist í Svartahaf og tengir borgina við innhaf þess, Asovshaf.
Íþróttir
Helsta knattspyrnulið borgarinnar er FC Dynamo Kyiv.
Myndasafn
- Gullinport Kænugarðs.
- Gullhvelfda klausturkirkja heilags Mikjáls.
- Dómkirkja heilagrar Soffíu.
- Maríjínskyj-höll.
- Majdan-torgið.
- Petsjersk Lavra.
Tengt efni
- Kænugarðstorg, torg sem var nefnt 2022 í Reykjavík til samstöðu við Úkraínu.
Heimildir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads