Kim Delaney

From Wikipedia, the free encyclopedia

Kim Delaney
Remove ads

Kim Delaney (fædd 29. nóvember 1961) er bandarísk leikkona og er þekktust fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarfulltrúinn Diane Russell í N.Y.P.D. Blue.[1][2][3]

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fædd ...
Remove ads

Einkalíf

Delaney er írsk-amerísk og fæddist í Philadelphiu í Pennsylvaníu.[4] Ólst hún upp í Roxborough, Philadelphia og á fjóra bræður. Á meðan hún stundaði nám við J. W. Hallahan Catholic Girls High School og vann sem fyrirsæta hjá Elite Model Management fyrirtækinu. Eftir að hún útskrifaðist flutti hún til New York og vann þar sem fyrirsæta, á sama tíma þá stundaði hún leiklist með William Esper.

Delaney hefur verið gift tvisvar sinnum, fyrst leikaranum Charles Grant frá 1984 til 1988 og svo leikaranum Joseph Cortese frá 1989 til 1994. Eignaðist hún soninn John „Jack“ Philip Cortese árið 1990.

Árið 2002 var Delaney handtekin vegna gruns um ölvunarakstur, þegar hún neitaði að taka blásturpróf.[5] Hún játaði brotið og fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm og var skipað að taka ökutíma.

Remove ads

Ferill

Delaney varð fyrst þekkt fyrir að leika Jenny Gardner Nelson í sápuóperunni All My Children, hlutverk sem hún lék frá ágúst 1981 til ágúst 1984. Fyrir frammistöðu sína var hún tilnefnd til Daytime Emmy-verðlaunanna. Eftir að hún hætti í þættinum byrjaði hún að koma fram í kvikmyndum á borð við That Was Then, This is Now með Emilio Estevez, síðan lék hún nunnu í spennumyndinni The Delta Force, á móti Chuck Norris.

Árið 1987 var Delaney ráðin til þess að leika Amanda Jones í Some Kind of Wonderful kvikmyndinni á móti Peter Gallagher en áður en nýr leikstjóri Howard Deutch endurréði í Lea Thompson og Craig Sheffer í hlutverkin. Árið 1994 kom Delaney fram í myndinni The Force.

Árið 1995 var Delaney ráðin til þess að leika Det. Diane Russell í NYPD Blue. Hlutverkið, sem átti upprunalega að vera stutt, varð reglulegt þegar sambandið á milli Det. Bobby Simone (Jimmy Smits) og persónu hennar varð mjög vinsælt á meðal áhorfenda. Hlutverk hennar, gaf henni fyrstu Emmy-verðlaunin, sem besta leikkona í drama þætti, og var tilnefnd tvisvar sinnum í viðbót. Þegar Smiths yfirgaf NYPD Blue ákvað framleiðandinn Steven Bochco að setja Delaney í aðalhlutverkið í nýjum þætti Philly, þrátt fyrir góðar vinsældir þá var þátturinn aðeins sýndur í eitt tímabil.

Eftir að hætt var við þáttinn ákvað CBS að velja Delaney til þess að taka við aðalkvennhlutverkinu í CSI: Miami en hún var skrifuð út eftir aðeins tíu þætti; Entertainment Weekly taldi það vera vegna lítils neista á milli Delaney og David Caruso.[6] Delaney lék í 2004 míni-seríunni 10.5 og í framhaldsseríunni frá 2006 10.5: Apocalypse. Næsta ár lék hún í The O.C.. Árið 2006 lék Delaney á móti Steven Weber í þættinum Nightmares and Dreamscapes: From the Stories of Stephen King sem kallaðist „You Know They Got a Hell of a Band“. Delaney sást næst tvisvar sinnum í Law & Order: Special Victims Unit í byrjun 2007.

Í dag leikur Delaney, Claudia Joy Holden í Lifetime TV sjónvarpsþættinum Army Wives.

Remove ads

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Verðlaun og tilnefningar

Daytime Emmy verðlaunin

  • 1983: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dag-dramaseríu fyrir Al l My Children.

Emmy verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Golden Globe

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Satellite verðlaunin

  • 2002: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir Philly.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1999: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1997: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1996: Tilnefnd sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Soapy verðlaunin

  • 1983: Verðlaun sem áhugaverðasta nýja leikkonan fyrir All My Children.

TV Guide verðlaunin

  • 1999: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.

Viewers for Quality Television verðlaunin

  • 2000: Tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki í dramaseríu fyrir NYPD Blue.
  • 1998: Tilnefnd sem besta leikkona í dramaseríu fyrir NYPD Blue.


Remove ads

Tilvísun

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads