Kleina
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kleina er lítil snúin kaka steikt í feiti (til dæmis tólg) og hefur lengi verið vinsælt kaffibrauð á Íslandi. Kleinur eru skornar út með kleinujárni (kleinuskera). Fyrrum steiktu menn stundum kleinur í lýsi, en það var sjaldgæft.


Strangt til tekið er rangt að tala um að baka kleinur þar sem þær eru ekki bakaðar heldur steiktar. [1]
Kaffibrauðið kleina er ættuð frá norðurlöndunum. Nafnið „kleina“ er íslenskun danska nafnsins „klejne“, sem er dregið frá danska lýsingarorðinu „klejn“ sem merkir grannur, mjór eða pervisaleg/ur. Í Noregi heitir kleina fattigmann, í Danmörku klejne, í Svíþjóð klenäter.
Remove ads
Tilvísanir
Tengt efni
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads