Ræðismaður

From Wikipedia, the free encyclopedia

Ræðismaður
Remove ads

Ræðismaður eða konsúll[1] er einstaklingur sem vinnur undir opinberum sendiherra. Ræðismaður hefur ekki eins sterkt vald og sendiherra og ekki eins mikil diplómatísk réttindi. Ræðismaður nýtur ekki friðhelgi á sama hátt og sendiherra. Ræðismaður getur verið formlegur sendifulltrúi, launaður eða ólaunaður, og þá oftast borgari þess lands sem hann er fulltrúi fyrir; eða kjörræðismaður án launa, og þá oftast borgari þess lands sem hann er staðsettur í.

Thumb
Ræðismannsskrifstofa Íslands í Nuuk á Grænlandi.

Í stærri ríkjum vinna konsúlar oft á ræðismannaskrifstofum sem eru stofnanir undir sendiráðum sem þjónusta oft svæði utan höfuðborga. Á Íslandi eru nokkrir starfandi konsúlar sem heyra undir sendiráð í Reykjavík. Til að mynda hefur Danska sendirráðið þrjár ræðismannaskrifstofur á Íslandi: á Ísafirði, á Seyðisfirði og á Akureyri.[2] Á sama hátt rekur Ísland sendiráð í London, en hefur kjörræðismenn í Aberdeen, Belfast, Birmingham, Cardiff, Dover, Edinborg, Glasgow, Grimsby, Hull og Prestwich.[3]

Á 19. öld á íslandi voru t.d. konsúlar á íslandi sem störfuðu undir sendiráði Dana.

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads