Kornastærð
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Kornastærð er mælikvarði, sem segir til um stærð einstakra setkorna í seti.
Kornastærðarflokkun
Stærð setkorna getur verið allt frá örfáum míkrómetrum upp í tugi metra en vegna stærðarbilsins notast flestir kornastærðaskalar við e-s konar lograkvarða. Algengast er að notast við svo kallaðan Udden-Wenworth-skala en í honum er hvert stærðargildi helmingi minna en það næsta á undan í röðinni. Skalinn nær frá < 1/256 mm til > 256 mm og spannar því alls 18 flokka. Þessum flokkum er skipt í fjóra aðalflokka sets, möl, sand, silt og leir. Eðja er stundum notað sameiginlega yfir bæði silt og leir. Annar vinsæll lograkvarði fyrir kornastærð er Krumbein-skali, sem er nokkurs konar útvíkkun á Udden-Wenworth-skalanum og notast við sömu flokka, en gefur kornastærðina upp í φ-gildum. Flokkun á setbergi notast við sömu skala og á hver flokkur sets sér sambærilegt heiti yfir setberg, sem búið er til úr seti af viðkomandi kornastærð.
Yfirlitstafla
Remove ads
Mikilvægi kornastærðarmælinga
Kornastærð getur gefið ýmsar vísbendingar um uppruna sets. Kornastærðardreifing sets, þ.e. hlutfall mismunandi kornastærða í seti, gefur til kynna flutningsaðila setsins þar sem roföflin hafa mismunandi burðargetu. Þannig ber vindur aðallega sand og smærri agnir á meðan vatnsföll geta borið stærri kornastærðir. Jöklar bera hins vegar með sér allar kornastærðir, allt frá leir upp í hnullunga. Auk flutningsmáta getur kornastærð gefið til kynna straumhraða þar sem flutningsgeta eykst í hlutfalli við straumhraða vatns og vinds. Kornastærð getur einnig gefið til kynna þroska sets, þ.e. fjarlægð þess frá upprunastað.
Remove ads
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads