Kornlögin
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Bresku kornlögin voru lög sem sett voru í Bretlandi árið 1815 og hindruðu korn innflutning. Lögin stóðu yfir á árunum 1815 til 1846 en uppruni laganna má rekja til lok Napóleonsstyrjaldanna, þá ríkti mikil fátækt og fólk stólaði á korn innflutning en það var ódýrara en það sem framleitt var innanlands. Þetta gerði landeigendum erfitt fyrir þar sem þeir áttu í erfiðleikum við að halda í við lágu verðin á innflutta korninu. Breska þingið tók þá upp ný lög “Kornlögin“. Markmið laganna var að vernda brenskan landbúnað með háum tollum sem lagðir voru á innfluttar kornvörur. Margar deilur og stórar hreyfingar urðu í kjölfar laganna vegna ágreinings milli stétta. Klassísku hagfræðingarnir Thomas Malthus og David Ricardo voru á sitthvorri skoðuninni varðandi lögin enda voru þau eitt umdeildasta mál 19.aldar. Kornlögin áttu eftir að hafa mikil áhrif á breskt samfélag og afleiðingar þeirra voru sýnilegar í áratugi.

Remove ads
Uppruni Kornlaganna
Á meðan á Napóleonsstyrjöldinni stóð á árunum 1803 til 1815 var nær ómögulegt að flytja inn korn til Bretlands, sem leiddi til þess að innlent korn varð mjög dýrt og landeigendur högnuðust vel. Þegar stríðinu lauk varð innflutningur meiri en áður og stóð til að flytja inn ódýrara korn frá löndum eins og Póllandi og Rússlandi. Breskir landeigendur óttuðust að verðið myndi falla og hagnaður þeirra hverfa. Breska þingið sem þá var undir stjórn forsætisráðherrans Lord Liverpool (Robert Banks Jenkinson) setti fram Kornlögin með stuðningi frá Íhaldsflokknum (Tories). Á þessum tíma réðu landeigendur nánst einhliða yfir breska þinginu sem gerði það að verkum að þeir hugsuðu einungis um að vernda hagsmuni sína og eigin arðsemi. Kornlögin voru lög sem snéru að háum tollum á korn innflutning. Erlent korn var bara innflutt ef innlent verð fór yfir ákveðið mark. Þetta þýddi að verðið á kornvörum í Bretlandi hélt áfram að vera hátt, sem hjálpaði landeigendum en gerði mat dýrari fyrir almenning, sérstaklega verkafólk í borgum. Kornlögin urðu mjög umdeild þar sem landeigendur vildu halda þeim, en iðnrekendur og verkamenn voru á móti. Ágreiningur myndaðist milli verkafólks og landeigenda sem leiddu til stofnunar á Andkornlagahreyfingunni (e. Anti-Corn Law League), einnar öflugustu stjórnmálahreyfingar 19. aldar. [1]
Remove ads
Deilur hagfræðinga
Verð á korni hækkaði mikið á Bretlandseyjum á tímum Napóleonsstyrjaldanna sem komu í veg fyrir innflutning. Þegar friður komst á árið 1814 spruttu upp miklar deilur innan Breska þingsins sem og umræða meðal almennings um kröfur landeigendum lágmarksverð á korni. Deilurnar höfðu mikilvæg áhrif á þróun hagfræðinnar, en meðal þátttakenda í deilunni voru James Mill, John Stuart Mill, Jean-Baptiste Say, Thomas Malthus og David Ricardo.
Hugmyndir Adam Smith, sem hafði áður fyrr lagt áherslu á frjáls viðskipti og “ósýnilegu höndina”, voru notaðar sem rök gegn verndartollum og notaðar af andstæðingum Kornlaganna til að sýna fram á að markaðsöflin sjálf leiddu til aukinnar velferðar.[2]
James Mill, John Stuart Mill & Jean-Baptiste Say
James Mill og sonur hans, John Stuart Mill, gagnrýndu einnig lögin. James Mill studdi afnám þeirra vegna hagkvæmni og réttlætis, í anda David Ricardo's. John Stuart Mill tengdi andstöðuna við Kornlögin við hugmyndir sínar um fríverslun og einstaklingsfrelsi. Eitt sem hann viðurkenndi þó var að ríkið gæti stundum þurft að grípa inn í til að verja minnihluta hópa, sem sýndi málið í félagslegu samhengi.[3] Franski hagfræðingurinn Jean-Baptiste Say var líka andstæðingur verndartolla og vildi halda því fram að viðskipti milli þjóða væru gagnkvæm. Þannig óbeint gagnrýndi hann Kornlögin með því að leggja áherslu á að hindranir í verslun draga úr heildarvelferð.[4]
Hópur “protectionista” eða verndarsinnar, studdi áframhaldandi vernd landbúnaðar. Þeir héldu því fram að innlend kornframleiðsla væri undirstaða þjóðarinnar og að Bretland mætti ekki verða of háð erlendum mörkuðum. Þetta sjónarhorn byggist á hugmyndum um öryggi og mikilvægi sveitabúskapar fyrir samfélagið í heild.
Thomas Malthus og David Ricardo
Fólk var ýmist með eða á móti kornlögunum. Thomas Robert Malthus var berskur prestur, hagfræðingur og félagsfræðingur. Hann var góður vinur David Ricardo sem var breskur stjórnmálafræðingur og hagfræðingur. Þrátt fyrir vinskap þeirra voru þeir ekki alltaf sammála en Kornlögin eru dæmi um það. Malthus hélt því fram að kornlögin væru nauðsynleg til að tryggja stöðuga innlenda matvælaframleiðslu. En hann óttaðist að Bretland yrði annars of háð innflutningi, sem væri hættulegt ef það kæmi stríð eða uppskerubrestur erlendis. Ricardo hélt því fram að kornlögin héldu uppi óeðlilega háu verði á korni. Það gerði það að verkum að landeigendur fengu meira af hagnaðinum í formi leigu eða rentu, en iðnrekendur og verkamenn sátu eftir með minna. [5]
Malthus og Ricardo komust aldrei að sameiginlegri niðurstöðu. Sjónarmið Ricardo og andstæðinga Kornlaganna höfðu þó meiri áhrif á stjórnmál þar sem lögin voru stöðugt gagnrýnd og ýttu undir mikla stéttaskiptingu. Landeigendur náðu þó að halda lögunum alveg til árið 1846 þegar þeim var loks afnumið.[6]
Remove ads
Afleiðingar Kornlaganna
Breska samfélagið varð fyrir mestum áhrifum Kornlaganna á 19.öld. Í upphafi nutu landeigendur þess mest, þar sem þau fengu miklar tekjur vegna of háu kornverði sem styrkti stöðu þeirra í stjórnmálum. Hins vegar leiddu lögin til hærri matarverðs sem bitnaði sérstaklega á almennum neytendum og verkafólki. Félagslegur ójöfnuður jókst og átök milli landeigenda annars vegar og borgarastéttar hins vegar varð sífellt meiri.[7]
Afleiðing og áhrif laganna breyttist með tímanum. Þegar iðnaðarborgirnar stækkuðu á þriðja og fjórða áratugnum jókst andstaðan. Hún var sérstaklega sterk í Birmingham og Manchester, þar sem iðnrekendur og millistéttir töldu að lægra kornverð myndi auka hagvöxt. Árið 1838 var Anti Corn Law League stofnað sem beitti sér fyrir afnámi laganna.[8]
Hungursneyðin á Írlandi frá 1845 til 1849 jók þrýsting á stjórnvöld og gerði vandann enn sýnilegri, því innflutningshöft gerðu fæðuskort verri. Þetta setti mikinn þrýsting á bresk stjórnvöld til að afnema lögin. Að frumkvæði Breska forsætisráðherrans, Robert Peel, voru Kornlögin loks felld niður árið 1846, sem markaði endalok áratuga deilna um þau.[9]
Andstaða við Kornlögin
Skömmu eftir setningu kornlaganna jókst óánægja meðal borgarastéttar og kaupmanna og þá sérstaklega í Norður-Englandi. Ósætti varð vegna þess hversu mikið matvælaverð hefði hækkað og þar af leiðandi minni kaupmáttur launþega. Í kjölfar þessarar óánægju varð til mótstöðu og frumkvöðlahugmynd til samtaka sem beindu sjónum sínum af því að afnema kornlögin.[10]
Anti Corn Law League
Árið 1836 var stofnað National Corn Law Association í London og breiddist síðan mótsögnin út í staðbundinn félög víða um England. Í Október 1838 varð síðan til Anti Corn Law League sem var undir forystu þeirra Richard Cobden og John Bright. Stuðningsmenn Anti Corn Law League voru einkum úr iðnaðarborgarastétt, kaupmenn, verksmiðjueigendur, iðnaðarmenn og aðrir borgarbúar sem fundu fyrir beinum áhrifum hærra matvælaverðs.[11]
Aðferðir Anti Corn Law League voru fjölmargar og fjölbreyttar. Til má nefna fjölmörg almenn mótmæli og samkomur í borgunum þar sem fulltrúar héldu ræður um rök gegn körnlögunum. Dreifðir voru bæklingar og blöð til almennings til að auka vitund og þekkingu til að slá fleiri í hópinn gegn Kornlögunum. Málflutningur hreyfingarinnar byggði á kenningum klassískra hagfræðinga: að frjáls verslun myndi hækka matvælaverð, auka kaupmátt launafólks og efla útflutning iðnvöru. Því var haldið fram að kornlögin væri óréttmætur stuðningur við landeigendur á kostnaði almennings. Hlutverk Anti Corn Law Legue var að móta opinbera umræðu og skapa þrýsting á þingmenn og styðja þá sem framfylgdu afnámi.[12]
Remove ads
Baráttan og afnám kornlaganna
Baráttan gagnvart kornlögunum náði hámarki á árunum 1830 til 1846 með miklum pólitískum átökum, þrýstihreyfingum og á endanum afnámi sem markaði verulegan vendipunkt í hagstjórn Breta.
Pólitísk átök og mótmæli
Fram undir 1830 var ólga í Bresku samfélagi vegna lítils hagvöxts, loftslagsbreytinga og slæmrar uppskeru. Með samþykki þingbreytingalaganna árið 1832 sem efldi stöðu borgarastéttarinnar, hófst markviss og opinber andstaða gegn kornlögunum. Frá árunum 1837 til 1845 lagði þingmaðurinn Charles Villiers árlega fram frumvarp um afnám laganna.[13]
Árið 1841 tók Robert Peel við embætti forsætisráðherra. Peel var upphaflega á móti afnámi kornlaganna, en breytti síðar afstöðu sinni eftir að hafa kynnt sér kenningar klassískra hagfræðinga. Hann sem forsætisráðherra breytti þó ekki kornlögunum strax heldur hóf hann aðgerðir til að létta á þeim, meðal annars með því að breyta skriðullaginu (sliding scale), sem tengdi toll við verðlagsstig.
Remove ads
Afnám laganna
Byrjun árs 1846 lagði Peel fram frumvarp um afnám kornlaganna með stigvaxandi niðurfalli tolla eftir þrjú ár. Frumvarpinu var samþykkt þann 15.maí 1846 með meirihluta þingmanna úr ýmsum flokkum. Íhlutaflokkarnir í Tory-flokki klofnuðu, aðeins 112 Tory þingmenn studdu afnám á meðan 241 voru á móti því. Hæstiréttur samþykkti að lokum lagabreytinguna 25. Júní.
Afnámið hafði víðtæk áhrif á efnahagsstefnu Breta. Þetta markaði upphaf tímabils frjálsrar verslunnar sem stóð meirihluta 19. Aldar og varð fyrirmynd fyrir önnun lönd. Lækkun matvælaverðs létti undir borgarastéttini og verkafólki en dró úr tekjum landeiganda sem áður höfðu grætt á kornlögunum. Peel sagði í lokaræðu sinni að árangur afnámsins ætti að rekja til Cobden og hreyfingarinnar frekar en til stjórnvalda. Eftir afnám laganna klofnaði Tory flokkurinn og mynduðust nýjar pólitískar fylkingar. [14]
Fríverslun
Lykilskref fyrir þróun breskrar fríverslunarstefnu var afnám Kornlaganna. Í kjölfarið lækkuðu Bretar tolla og viðskiptahindranir, þetta styrkti útflutningsdrifinn iðnað landsins. Bretland varð þar með leiðandi málsvari frjálsra viðskipta á heimsvísu á seinni hluta 19.aldar.[7]
Afleiðingar fyrir mismunandi hópa voru skýrar. Landeigendur misstu mikilvægan tekjustofn og áhrif þeirra á pólitík minnkuðu. Almennir neytendur og verkafólk nutu lægra matarverðs sem létti á framfærslukostnaði. Millistétt í iðnaði og verslun styrkti stöðu sína og hafði meiri áhrif í stjórnmálum.[4]
Remove ads
Niðurstaða
Kornlögin voru ekki bara lagasetning um landbúnaðarvernd heldur lykilatriði í pólitískri og efnahagslegri sögu Bretlands. Þau urðu tákn fyrir átök milli stétta, deilur meðal frægra hagfræðinga og ágreining um framtíð viðskipta. Afnám laganna árið 1846 markaði upphaf fríverslunarstefnu sem mótaði efnahagslíf Bretlands og hafði áhrif um allan heim.
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads