Ladakh
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Ladakh er hérað sem Indland stýrir sem alríkissvæði. Ladakh er austurhluti umdeilda héraðsins Kasmír þar sem Indland og Pakistan hafa tekist á um yfirráð frá 1947. Ladakh á landamæri að kínverska sjálfstjórnarhéraðinu Tíbet í austri, indverska héraðinu Himachal Pradesh í suðri, indverska alríkishéraðinu Jammú og Kasmír og pakistanska héraðinu Gilgit-Baltistan í vestri, og tengist Xinjiang um Karakoram-skarðið í norðri. Það nær frá Siachen-jökli í Karakoramfjöllum í norðri að Himalajafjöllum í suðri. Austurendi héraðsins er hinar óbyggðu Aksai Chin-sléttur, sem Kína ræður yfir en Indland gerir tilkall til.[1][2][3][4]

Ladakh var gert að sérstöku alríkissvæði árið 2019. Það er stærsta alríkissvæði Indlands.
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
