Evrópulerki

Trjátegund í flokki barrtrjáa From Wikipedia, the free encyclopedia

Evrópulerki
Remove ads

Evrópulerki (fræðiheiti: Larix decidua) er tegund lerkis af þallarætt. Það er upprunið úr fjalllendi Mið-Evrópu, aðallega Ölpunum og Karpatafjöllum og í vex í allt að 2400 metra hæð. Það lifir hins vegar illa á láglendi þar og er viðkvæmt fyrir sjúkdómum.[1]

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Á Íslandi

Á Íslandi vex það vel og betur en rússalerki/síberíulerki, sérstaklega á láglendi. Það getur orðið kræklótt vegna haustkals. [2]

Elstu eintök sem vitað er um eru í Mörkinni, Hallormsstaðaskógi, sáð um 1904. Einnig eru um aldargömul tré í Skrúði í Dýrafirði og á Akureyri. [3] Krónan getur orðið mikil um sig. Evrópulerki, staðsett í Hólavallakirkjugarði, var útnefnt borgartré Reykjavíkur árið 2011. [4] Hæstu tré eru um 24 metrar á hæð (2016). [5]

Árin 1996, 2004 og 2014 hefur evrópulerki verið valið tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.

Svipmyndir

Remove ads

Tengt efni

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads