Búlgarskt lef
opinber gjaldmiðill Búlgaríu From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Búlgarskt lef[1] (búlgarska: български лев) er gjaldmiðill Búlgaríu. Eitt lef skiptist í 100 stotinka. Orðið lef á uppruna sinn í gömlu búlgarsku orði yfir „ljón“. Lefið er tengt við evruna á genginu 1 EUR = 1,95583 BGN.
Búlgaría er skuldbundin því að taka upp evruna á einhverjum tímapunkti, samkvæmt skilyrðum aðildar að Evrópusambandinu. Búlgaría varð aðildaríki Evrópusambandsins árið 2007 og þá var gert ráð fyrir að landið yrði meðlimur evrusvæðisins fyrir árið 2015. Síðar var horfið frá þeim hugmyndum og ákveðið að viðhalda lefinu.
Búlgaría mun taka upp evruna þann 1. janúar 2026.[2]
Remove ads
Heimild
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads