Glerungur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Glerungur eða leirgljái er glerkennd húð á keramikgripum. Glerungur ver leirinn fyrir vökva og óhreinindum með því að draga úr gleypni hans. Glerungur er notaður á allar tegundir leirmuna, jarðleir, steinleir og postulín. Algengt er að glerja flísar og jafnvel múrsteina. Leir sem er notaður í eldamennsku og iðnaði er oftast glerjaður. Hægt er að nota glerung til að búa til alls kyns ólíkar áferðir, matta og glansandi liti. Hægt er að nota glerung til að draga fram mynstur og form í leirnum.
- Glerungur getur líka átt við tannglerung.

Helstu tegundir glerungs eru flokkaðar eftir því hvaða flúx er notað:
- Blýglerungur er litaður glerungur sem er notaður í marglitt majolica-keramik frá 19. öld en þekkist frá fornöld
- Feldspat er notað til að búa til hvítan glerung á postulín.
- Saltgljái er aðferð til að gljá steinleir sem hefur verið notuð í Evrópu frá um 1400.[1]
- Tinglerungur er marglitur glerungur þar sem tinoxíði er bætt við blýglerung og þekkist frá miðöldum.
- Öskuglerungur inniheldur pottösku og kalk. Mikið notaður í glerung í Austur-Asíu.
Glerungurinn er borinn á leirinn með pensli, svampi, úða eða dýfingu. Stundum er ljós undirglerjun sett á óbrenndan leir, og litaður glerungur síðan málaður á ljósan grunninn og brenndur aftur þannig að hann bráðnar saman við undirglerunginn. Oft er leirinn þó hrábrenndur fyrir glerjun því auðveldara er að mála hrábrennda gripi en óbrennda.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads