Kalsín

Frumefni með efnatáknið Ca og sætistöluna 20 From Wikipedia, the free encyclopedia

Kalsín
Remove ads

Kalsín eða kalsíum (úr latínu calcis, „kalk“) er frumefni með efnatáknið Ca og sætistöluna 20 í lotukerfinu. Kalsín er mjúkur grár jarðalkalímálmur sem er notaður sem afoxari við útdrátt á þóríni, sirkoni og úrani. Þetta er einnig fimmta algengasta frumefnið í skorpu jarðar. Það er líka fimmta algengasta uppleysta jónin í sjó á eftir natríni, klóríði, magnesíni og súlfati.

Nánari upplýsingar Efnatákn, Sætistala ...

Vegna þess hversu hvarfgjarnt kalsín er finnst það ekki hreint í náttúrunni. Það er algengast í steinefnum eins og kalsíti, dólómíti og gifsi. Kalk, sem er eitt form kalksteins, er aðallega úr kalsíti. Kalsín er nauðsynlegt lífverum, sérstaklega í lífeðlisfræði frumna. Kalsín er uppistaðan í beinum og er því algengasti málmurinn í mörgum dýrum.

Remove ads

Einkenni

Kalsín er hvarfgjarn, silfurlitaður málmur sem oxast auðveldlega í snertingu við loft og myndar þá gráhvíta oxíð- og nítríðhúð. Það er mjúkur málmur, en er þó ekki eins mjúkt og t.d. blý.

Notkun

  • Sem afoxari við hreinsun annarra málma
  • Sem hjálparefni við gerð málmblandna
  • Sem bætiefni í ostagerð þar sem það hefur áhrif á virkni ostahleypis
  • Kalsíumkarbónat (krít) er notað sem íblöndunarefni við sementsgerð
  • Kalsíumarsenat er notað í skordýraeitur.
  • Kalsíumklóríð er notað til að rykbinda og íshreinsa vegi.
  • Kalsíumfosfíð er notað í flugelda.

Efnahvörf

Í snertingu við vatn myndar kalsín hýdroxíð (kalkvatn). Hvarfið er mjög útvermið og þess vegna getur kviknað í því vetni sem myndast. Kalsín hvarfast við vatn samkvæmt efnajöfnunni:

Ca + 2H2O → Ca(OH)2 + H2
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads