Túrbanlilja

Evrasísk liljutegund From Wikipedia, the free encyclopedia

Túrbanlilja
Remove ads

Túrbanlilja (fræðiheiti: Lilium martagon) er Evrasísk liljutegund af Liljuætt. Áberandi blómliturinn og stærðin gera hana eina mest einkennandi evrópskra lilja.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Remove ads

Útbreiðsla

Túrbanlilja hefur Evrasíska útbreiðslu, frá Portúgal í vestri yfir í Síberísku taiga, suður yfir Balkanskaga til Kákasus, undanskilið er vestur Evrópa og norðurhluti Mið-Ítalíu og Suður Ítalía. Norðausturmörkin eru við Yenisei í Síberíu og þaðan suður í Mongólíu og Kína[1] austur til Japan[2]. Í Skandinavíu er hún ílend. [3][4][5][6][7][8][9]

Tegundin þrífst í frjósömum skógum, í kalkríkum jarðvegi á hálfskyggðum svölum stöðum. Aðeins á hálendi vex hún uppfyrir skógarmörk á engjum og ökrum, sérstaklega með öðrum hávöxnum gróðri. Hún vex upp að 2300m y. sjávarmáli.[10]

Remove ads

Lýsing

Túrbanlilja er fjölær, jurtkennd planta sem verður á milli 30 til 150 sm., sjaldan 200sm. Hnöttóttur laukurinn getur náð 8sm ummáli.[11] Hún er stöngulrætandi, verður á milli 1m og 2m há. Blómliturinn er vanalega bleik-fjólublár, með dökkum blettum, en er mjög breytilegur, frá nær hvítum til næstum svartur. Blómin eru ilmandi. Mörg blóm eru á hverri plöntu, og allt að 50 geta verið á kröftugum plöntum. Grænir stönglarnir geta verið með fjólubláir eða rauðmengaðir og laufin eru sporbaugótt til lensulaga, mest í hvirfingum, að 16sm löng og oft lítið eitt hærð að neðan.[12][13]

Thumb
Dæmigerðar blaðhvirfingar Túrbanlilju


Remove ads

Nafn

Nafnið Túrbanlilja (á ensku: Turk's cap lily), er einnig notað yfir nokkrar aðrar tegundir, kemur af hinu einkennandi aftursveigða lagi krónublaðanna. Tegundarheitið martagon er tyrkneskt orð sem þýðir einnig túrban eða húfa.[14]

Ræktun

Túrbanlilja er harðgerð[15] og góð garðplanta sem tekur þó 1 - 2 ár að koma sér fyrir.[16]

Þessi jurt[17] og hvíta afbrigðið 'Album'[18] hafa fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.

Lilium martagon var notuð í kynblöndun við L. hansonii í lok 19 aldar af Mrs RO Backhouse of Hereford, England.[19]

Afbrigði

Ýmsar undirtegundir og afbrigði hafa verið skráð, en aðeins tvær viðurkenndar af World Checklist.[20]

  • Lilium martagon var. martagon - frá Portúgal til Mongólíu
  • Lilium martagon var. pilosiusculum Freyn - Rússland, Kazakhstan, Xinjiang, Mongólía
Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads