Louise Lombard
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Louise Lombard (fædd 13. september 1970) er bresk leikkona og er þekktust fyrir að leika Sofia Curtis í bandarísku sjónvarpsseríunni CSI: Crime Scene Investigation.
Einkalíf
Lombard fæddist sem Louise Maria Perkins í London á Englandi og er fimmta í röðinni af sjö systkinum og er af írskum ættum. Lombard byrjaði að taka leiklistar tíma þegar hún var átta ára. Stundaði hún nám við Trinity Catholic High School í Woodford Green, Essex — sem er kaþólskur skóli. Síðan stundaði hún prentlist og ljósmyndyn við Central Saint Martins College of Art and Design í London. Frá 1998 til 2000 tók Lombard hlé frá leiklistinni til þess að læra enskar bókmenntir við St Edmund's College við Cambridge-háskólann.
Lombard á eitt barn með sambýlismanni sínu, son að nafni Alejandro og býr hún í Los Angeles.
Remove ads
Ferill
Louise byrjaði snemma feril sinn í listum, er þjálfaður dansari og leikkona frá ungum aldri. Lombard byrjaði feril sinn í sjónvarpsauglýsinum þegar hún var 14 ára. Hefur hún leikið í þáttum á borð við: Casualty, Bergerac og Capital City. Stóra tækifæri hennar var árið 1991 þegar hún kom fram í aðalhlutverkinu sem Evangeline Eliott í House of Eliott seríunni á BBC. Á árunum 2000–2001 kom hún fram í þýsku myndinni Claim (2000) og í My Kingdom (2001). Fyrsta hlutverk hennar í Hollywood var þegar hún lék á móti Viggo Mortensen í Hidalgo (2004) og síðan á móti Alec Baldwin í Second Nature (2003). Árið 2004 fékk Louise hlutverk sem Sophia Curtis í CSI: Crime Scene Investigation og var hún hluti af því til ársins 2008. Síðan þá hefur hún meðal annars komið fram í NCIS og Stargate Universal.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Verðlaun og tilnefningar
- Aftonbladet TV Prize, Svíþjóð
- 1993: Verðlaun sem besta erlenda sjónvarpsleikkona
Heimildir
- Fyrirmynd greinarinnar var „Louise Lombard“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. janúar 2010.
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads