Múlaþing
sveitarfélag á Austurlandi, Íslandi From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi sem varð til árið 2020 við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.[1]
Það er næststærsta sveitarfélag landsins; 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands.[2] Það var stærsta sveitarfélagið í rúm 2 ár, frá 2020 til 2022, eða þar til Þingeyjarsveit sameinaðist Skútustaðahreppi.
Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna 26. október 2019[3] og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfesti sameininguna 14. febrúar 2020.[4] Nafnakönnun vegna nýs nafns á sveitarfélaginu fór fram 27. júní 2020[5] og varð Múlaþing hlutskarpast.[6] Sveitarstjórn samþykkti svo nafnið formlega 14. október 2020.[7]
Remove ads
Úrslit sameiningarkosninga
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads