Listi yfir fullvalda ríki

From Wikipedia, the free encyclopedia

Listi yfir fullvalda ríki
Remove ads

Listi yfir fullvalda ríki gefur yfirlit yfir fullvalda ríki um allan heim með upplýsingum um stöðu þeirra og viðurkenningu á fullveldi þeirra.

Thumb
Fánar aðildarríkja og áheyrnarríkja Sameinuðu þjóðanna fyrir framan Þjóðahöllina í Genf, Sviss.

Hægt er að skipta ríkjunum 208 í þrjá flokka eftir því hver staða þeirra er innan Sameinuðu þjóðanna: 193 aðildarríki,[1] 2 áheyrnarríki, og 13 önnur ríki. Dálkurinn „Deilur um fullveldi“ sýnir að fullveldið er óumdeilt í 188 tilvikum, en umdeilt í 18 tilvikum. Af þessum 18 eru 6 aðildarríki, 1 áheyrnarríki og 11 önnur ríki. Að auki eru 2 ríki með sérstaka stöðu.

Listar af þessu tagi eru alltaf umdeilanlegir, þar sem engin bindandi skilgreining er til á því hvaða skilyrði ríki þurfa að uppfylla til að teljast fullvalda. Nánar er fjallað um skilyrðin hér fyrir neðan. Á listanum eru líka lönd sem eru talin hafa stöðu fullvalda ríkja de facto, en ekki ætti að líta á það sem stuðning við kröfur um viðurkenningu á sjálfstæði þeirra.

Remove ads

Skilgreiningar

Þessi listi á rætur að rekja til skilgreiningarinnar á því hvað telst fullvalda ríki samkvæmt fyrstu grein Montevídeósáttmálans frá 1933. Samkvæmt sáttmálanum, þarf fullvalda ríki að hafa þessa eiginleika: (a) stöðugan fólksfjölda, (b) afmarkað landsvæði, (c) ríkisstjórn, og (d) möguleika á því að vinna með öðrum ríkjum, svo fremi sem það hafi ekki fengist með vopnavaldi, hótunum eða öðrum þvingunaraðgerðum.[2]

Deilt er um það hvort og að hve miklu leyti viðurkenning skiptir máli fyrir sjálfstæði ríkja. Ef skilgreiningunni hér að framan er fylgt ætti hún að nægja til að ríki teljist sjálfstæð, og viðurkenning annarra ríkja skiptir þá engu máli. Á hinn bóginn, ef óskilyrtu kenningunni um ríkjamyndun er fylgt getur ríki aðeins talist fullgildur aðili að alþjóðasamskiptum ef önnur ríki viðurkenna fullveldi þess. Á eftirfarandi lista eru ríki sem:

  • líta á sig sem sjálfstæð ríki (til dæmis með sjálfstæðisyfirlýsingu) og eru oft álitin uppfylla skilgreininguna að framan, eða
  • eru viðurkennd sem sjálfstæð ríki af minnst einu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna.

Í sumum tilvikum kann að vera umdeilt hvort tiltekið ríki uppfylli skilyrðin í Montevídeósáttmálanum. Ríki sem telja sig fullvalda en uppfylla ekki öll skilyrðin eru stundum kölluð hálfgildingsríki.[3][4]

Á grundvelli þessara skilyrða eru því 208 ríki á listanum:

  • 205 ríki sem njóta viðurkenningar minnst eins aðildarríkis Sameinuðu þjóðanna
  • 1 ríki sem uppfyllir skilyrðin, en er aðeins viðurkennt af ríkjum sem ekki eru aðildarríki Sþ (Transnistría)
  • 1 ríki sem uppfyllir skilyrðin, en nýtur ekki viðurkenningar neins annars ríkis (Sómalíland)

Í töflunni er að finna undirlista yfir lönd sem eru ýmist ekki fullvalda eða eru nátengd öðru fullvalda ríki. Þar er líka að finna svæði þar sem yfirráð annars ríkis eru takmörkuð með alþjóðasamningum. Þetta eru:

  • Ríki í frjálsu sambandi við annað ríki
  • Tvö svæði undir yfirráðum Pakistan sem eru hvorki fullvalda, hjálendur né hlutar annarra ríkja: Azad Kasmír og Gilgit Baltistan
  • Hjálendur annars ríkis, auk landsvæða sem sýna mörg einkenni hjálenda
  • Landsvæði sem stofnuð hafa verið með alþjóðasamningum
Remove ads

Listinn

Heiti ríkjanna hér eru í langflestum tilvikum samkvæmt lista Árnastofnunar yfir ríkjaheiti.[5]

Nánari upplýsingar Almennt og opinbert heiti, Aðild að Sameinuðu þjóðunum ...
Remove ads

Aðrir listar

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads