Madríd
höfuðborg Spánar From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Madríd er höfuðborg Spánar og sjálfstjórnarhéraðs með sama nafni. Íbúar borgarinnar sjálfrar voru um 3,3 milljónir árið 2025, en með útborgum er íbúafjöldinn um 6,8 milljónir.[1] Madríd er stærsta borg Spánar og önnur stærsta borg Evrópusambandsins, á eftir Berlín. Borgin liggur inni í miðju landi á víðáttumikilli sléttu við fljótið Manzanares. Hún er efnahagsleg, menningarleg og pólitísk höfuðborg landsins.
Elsti hluti Madrídar voru litlar víggirtar herbúðir frá tímum Córdoba-furstadæmisins á 9. öld. Kristnir menn lögðu bæinn undir sig árið 1083 eða 1085. Madríd varð að stórum bæ undir stjórn Kastilíu og eftir 1561 varð borgin að miðstöð spænsku konungshirðarinnar. Næstu aldirnar styrktist staða borgarinnar sem stjórnsýslumiðstöðvar.
Borgin hefur verið höfuðborg frá því á 16. öld og á síðari tímum hefur hún verið mikilvæg miðstöð verslunar og iðnaðar. Í hjarta Madrid er torgið Puerta del Sol og út frá því liggja allar aðalgötur borgarinnar. Nýrri borgarhverfi eru í austurhlutanum.
Remove ads
Söfn
- Prado-safnið, eitt af betri söfnum með evrópskri list frá 12.-19 öld.
- Reina Sofía-safnið, nýlistasafn.
- Thyssen-Bornemisza-safnið, ýmis list.
Íþróttir
Í knattspyrnu eru stórliðin Real Madrid og Atlético Madrid. Minna liðið er Rayo Vallecano.
Körfuknattleikslið Real Madrid hefur náð góðum árangri í Evrópukeppnum.
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads
