Michael Kelly
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Michael Kelly (fæddur Michael Joseph Kelly, 22. maí 1969) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Kojak og Criminal Minds: Suspect Behavior.
Remove ads
Einkalíf
Kelly fæddist í Philadelphia í Pennsylvaníu en ólst upp í Lawrenceville í Georgíu. Kelly ætlaði sér að stunda lögfræði við Coastal í Carolina háskólann í Suður-Karólínu en eftir að hafa tekið námskeið í leiklist þá skipti hann um fag.[1]
Ferill
Leikhús
Kelly hefur kom fram í leikritunum Major Crimes og Miss Julie. Kom hann einnig fram í In Search of Strindberg í Stokkhólmi, Svíþjóð.[2]
Sjónvarp
Fyrsta sjónvarpshlutverk Kelly var árið 1994 í Lifestories: Families in Crisis. Árið 2000 þá var Kelly boðið hlutverk í Level 9 sem Wilbert 'Tibbs' Thibodeaux, en aðeins 12 þættir voru framleiddir. Kelly lék rannsóknarfulltrúann Bobby Crocker í Kojak árið 2005. Hefur kom fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Fringe, The Sopranos, CSI: Miami, Law & Order og The Good Wife. Árið 2010 þá var Kelly boðið hlutverk í Criminal Minds: Suspect Behavior sem Jonathan 'Prophet' Simms en aðeins 13 þættir voru framleiddir.[3]
Kvikmyndir
Fyrsta kvikmyndahlutverk Kelly var árið 1998 í Origin of the Species. Hefur hann síðan þá kom fram í kvikmyndum á borð við Man on the Moon, Dawn of the Dead, Broken English, Changeling, Law Abiding Citizen og The Adjustment Bureau.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarp
Remove ads
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads