Mohenjo-daro

From Wikipedia, the free encyclopedia

Mohenjo-daromap
Remove ads

27°19′45″N 68°08′20″A

Thumb
Virkishóllinn í Mohenjo-daro eru nokkrar stjórnsýslubyggingar í hnapp.

Mohenjo-daro (sindí: موهن جو دڙو, bókst. „hóll hinna dauðu“; úrdú: موئن جو دڑو) er minjastaður í Larkana-umdæmi í Sindh, Pakistan. Byggð var á svæðinu frá um 2500 f.o.t. Þetta var ein stærsta borg Indusdalsmenningarinnar og eitt af elstu siðmenningarsamfélögum heims, samtíða Egyptalandi hinu forna, Mesópótamíu, Mínóísku menningunni og Norte Chico-menningunni.[1][2]

Áætlað er að íbúar hafi verið minnst 40.000. Borgin blómstraði í nokkrar aldir, en um 1700 var hún yfirgefin,[3] ásamt öðrum stórum borgum Indusdalsins.

Minjarnar uppgötvuðust á 3. áratug 20. aldar. Stór fornleifauppgröftur hefur síðan farið fram í miðju borgarinnar sem var sett á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1980. Mohenjo-daro var fyrsti staðurinn í Suður-Asíu sem var skráður á listann.[4]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads