Muse Watson

From Wikipedia, the free encyclopedia

Muse Watson
Remove ads

Muse Watson (fæddur, 20. júlí 1948) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS, Prison Break og I Know What You Did Last Summer.

Staðreyndir strax Upplýsingar, Fæddur ...
Remove ads

Einkalíf

Watson er fæddur og uppalinn í Alexandria, Louisiana. Watson stundaði nám við Louisiana Tech háskólann á tónlistarstyrk en skipti um skóla og færði sig yfir til Berea College í Berea, Kentucky. Þar kom hann fyrst fram á leiksviði sem Petruchio í Shakespeare uppfærslunni af The Taming of the Shrew.[1] Meðfram náminu þá kom Watson fram í útileikhúsum, kvöldleikhúsum og litlum leikhúsum.[2]

Ferill

Leikhús

Watson kom fram í Man of LaMancha og Humbug and Holly sem voru leikstýrð af Jay Hugeley sem átti eftir að framleiða Magnum P.I. Einnig kom hann fram í Cat on a Hot Tin Roof sem Brick við Summer Arena Theater og sem Stanley í A Streetcar Named Desire á sviði Berea College.[3] Önnur leikrit sem Watson hefur leikið í eru: Wizard of Oz, Romeo & Julia, Guys & Dolls, Hamlet, Lonestar og Fiddler on the Roof.

Sjónvarp

Watson kom fyrst fram í sjónvarpi árið 1990 í sjónvarpsmyndinni Blind Vengeance. Hann endurtók hlutverk sitt sem Benjamin Willis á móti Jennifer Love Hewitt í Saturday Night Live árið 1998. Árið 2005 var Watson boðið gestahlutverk í Prison Break sem Charles Westmoreland sem hann lék til ársins 2008. Watson lék einnig gestahlutverk í NCIS sem Mike Franks frá 2006-2011. Hefur Watson komið fram sem gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Matlock, Criminal Minds, CSI: Crime Scene Investigation, The Mentalist og Castle.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Watson var árið 1989 í Black Rainbow. Lék á móti Jennifer Love Hewitt, Sarah Michelle Gellar, Ryan Phillippe og Freddie Prinze Jr. í I Know What You Did Last Summer sem illmennið Benjamin Willis frá árinu 1997. Endurtók hann síðan hlutverkið í I Still Know What You Did Last Summer síðan 1998. Aðrar kvikmyndir sem Watson hefur leikið í eru: Lolita, Rosewood, American Outlaws, House of Grimm, The Steamroom og A Christmas Snow.

Kvikmyndir og sjónvarp

Nánari upplýsingar Kvikmyndir, Ár ...
Remove ads

Leikhús

Remove ads

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads