Nýjasta tækni og vísindi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Nýjasta tækni og vísindi er íslenskur sjónvarpsþáttur sem var upphaflega sýndur á árunum 1967-2004 og hóf svo aftur göngu sína árið 2020 á RÚV.
Þátturinn var í umsjón Örnólfs Thorlaciusar á árunum 1967-1974 en þá kom Sigurður H. Richter dýrafræðingur til liðs við þáttinn og sáu þeir um hann í sameiningu á árunum 1974-1980. Sigurður tók síðan alfarið við stjórn þáttarins þegar Örnólfur var skipaður rektor Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1980 og var Sigurður umsjónarmaður þáttarins á árunum 1980-2004.
Nýjasta tækni og vísindi var elsti þátturinn á dagskrá Sjónvarpsins að undanskildum fréttum og Stundinni okkar þegar hann tók langt hlé árið 2004.[1] Hann hóf aftur göngu sína þann 14. september 2020 eftir 16 ára hlé í umsjón Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, Sigmars Guðmundssonar og Sævars Helga Bragasonar með innslögum frá Guðmundi Jóhannssyni.[2]
Remove ads
Tilvísanir
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads