Naðurvaldi
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Naðurvaldi (gríska: Ὀφιοῦχος Ofíúkhos; latína: Serpentarius eða Anguitenens) er stjörnumerki á miðbaug himins. Það er oft myndgert sem maður sem heldur á slöngunni í stjörnumerkinu Höggorminum. Samkvæmt grískri goðsögn frá tíma Rómaveldis táknar stjörnumerkið gríska lækninn Asklepíos. Naðurvaldi er á sólbaug og sólina ber við hann frá 30. nóvember til 17. desember. Hann er þó ekki talinn með í dýrahring stjörnuspekinnar þótt ýmsir hafi stungið upp á því að gera hann að þrettánda stjörnumerki dýrahringsins.

Remove ads
Tenglar
- Stjörnufræðivefurinn: Naðurvaldi Geymt 28 september 2022 í Wayback Machine
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads