Newcastle upon Tyne

From Wikipedia, the free encyclopedia

Newcastle upon Tyne
Remove ads

Newcastle upon Tyne (almennt Newcastle og hefur verið nefnd Nýikastali [1] [2]á íslensku) er borg á Norðaustur-Englandi. Hún er við Tyneá og er 74 km suður af skosku landamærunum. Íbúar næsta nágrennis Newcastle eru kallaðir Geordies. Árið 2022 voru íbúar Newcastle um 308.000 talsins og er stórborgarsvæðið það fjölmennasta á norður-Englandi.

Thumb
Tyne-brúin í Newcastle.
Thumb
Sveitarfélagið Newcastle á Englandi.

Borgin var stofnuð á tímum Rómaveldis sem Pons Aelius. Hún tók nafn sitt af kastala Róberts stuttbrókar, sonar Vilhjálmur sigursæla, konungs Englands. Í iðnbyltingunni var Newcastle ein stærsta miðstöð skipasmíða heims [3]. Borgin var forðum höfuðborg Northumberlands en klauf sig frá sýslunni um 1400 [4]. Newcastle hlaut borgarstöðu árið 1882. Árið 1974 varð hún hluti sveitarfélagsins Tyne and Wear.

Meðal áhugaverðra staða og kennileita í borginni eru: Tyne-brúin, Millennium-brúin, Swing-brúin og High-level-brúin, Newcastle-kastali, Newcastle-dómkirkjan, St Mary's-dómkirkjan og St Thomas'-kirkjan. Grainger Town með Grey's-minnismerkinu og konunglega leikhúsinu (Theatre Royal) og St James' Park-knattspyrnuvöllurinn.

Remove ads

Samgöngur

Thumb
Neðanjarðarlestarkerfi Newcastle.

Lestir halda til Lundúna á hálftíma fresti, til King's Cross-járnbrautarstöðvarinnar og tekur ferðin 2-3 tíma. Lestarferðir norður til Skotlands fara um Edinborg.

Neðanjarðarkerfi Newcastle var byggt milli 1980 til 1984 og fer um stórborgarsvæðið og til Sunderland.

Íþróttir

Menntun

  • Háskólar eru tveir: Newcastle University og Northumbria University.

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads