Nykurrósaætt
From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Nykurrósaætt (fræðiheiti: Nymphaeaceae) er ætt jurta sem vaxa í kyrrstæðu eða hægstreymandi ferskvatni. Ræturnar eru í botni og blöð og blóm fljóta á yfirborði. Þær finnast á öllum heimsálfunum fyrir utan Suðurskautslandið. Þetta eru um 60 tegundir í þremur til fimm ættkvíslum. Erfðarannsóknir benda til að þær séu forsögulegastar allra blómstrandi plantna.[1]
Ættkvíslin Nelumbo, líkist mjög nykurrósaætt, en er ekki skyld henni, heldur er í eigin ætt: Nelumbonaceae í ættbálknum Proteales.
Remove ads
Tilvísanir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads