Park Geun-hye

11. forseti Suður-Kóreu From Wikipedia, the free encyclopedia

Park Geun-hye
Remove ads

Park Geun-hye (kóreska: 박근혜) (f. 2. febrúar 1952) er suður-kóreskur stjórnmálamaður sem var forseti Suður-Kóreu frá 2013 til 2017.

Staðreyndir strax Forseti Suður-Kóreu, Forsætisráðherra ...

Park er fyrsta konan sem hefur náð kjöri til forseta Suður-Kóreu[1] og jafnframt fyrsti kvenkyns þjóðhöfðingi kjörinn í almennum kosningum í Austur-Asíu.

Áður en hún varð forseti var Park formaður íhaldsflokksins GNP (Grand National Party) sem breytti nafni sínu í Saenuri-flokkinn í febrúar 2012 og þar áður frá 2004 til 2006 og 2011 til 2012. Hún var einnig meðlimur á suður-kóreska þinginu í fjögur kjörtímabil frá 1998 til 2012. Hún hóf sitt fimmta kjörtímabil sem fulltrúi þjóðernislistans í júní 2012. Faðir hennar, Park Chung-hee, var forseti og einræðisherra Suður-Kóreu frá 1963 til 1979.[1]

Árin 2013 og 2014 var Park númer 11 á lista tímaritsins Forbes yfir voldugustu konur heims og var talin sú voldugasta í Austur-Asíu.[2] Árið 2014 var hún í 46. sæti á lista Forbes yfir valdamesta fólk í heimi, þriðji hæsti Suður-Kóreumaðurinn á listanum.

Þann 9. desember 2016 var Park dregin fyrir landsdóm og henni bolað úr embætti vegna ásakana á hendur aðstoðarmanns hennar, Choi Soon-sil, um að hafa selt áhrifastöður og auðgað sjálfa sig á kostnað ríkisins.[3] Hún var svipt forsetavaldi eftir að dómurinn var felldur. Hwang Kyo-ahn forsætisráðherra tók við sem bráðabirgðaforseti.[4] Dómurinn var staðfestur á stjórnarskrárdómstól Kóreu og Park var formlega leyst frá störfum þann 10. mars 2017.[5]

Park dvaldi í fangelsi í Seúl[6] þar til suður-kóresk stjórnvöld náðuðu hana á aðfangadag 2021.[7]

Remove ads

Tilvísanir

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Remove ads