Paul Guilfoyle
bandarískur leikari From Wikipedia, the free encyclopedia
Remove ads
Paul Guilfoyle (fæddur 28. apríl 1949) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Kapteinn Jim Brass í CSI: Crime Scene Investigation.
Einkalíf
Guilfoyle fæddist í Canton í Massachusetts. Stundaði hann nám við Boston College High School og hélt hann ræðu fyrir 2005 útskriftarárganginn. Guilfoyle fór í Lehigh-háskóla árið 1968 og útskrifaðist frá Yale árið 1977 með hagfræði sem aðalfag.
Lærði hann við Actor's Studio áður en hann byggði upp talsverðan leiklistarferil á Broadway, þar á meðal tólf ár með Theatre Company of Boston, kom hann fram í The Basic Training af Pavlo Hummel eftir David Rabe með Al Pacino og í Glengarry Glen Ross eftir David Mamet.[1] Honum er oft ruglað saman við son leikarans Paul Guilfoyle (fæddur 1902) en þeir eru ekkert skildir.
Guilfoyle býr í New York ásamt eiginkonu sinni og dóttur.[2]
Remove ads
Ferill
Fyrsta mynd Guilfoyles var víst ekki mjög vinsæl Howard the Duck. Síðan kom hann fram í fyrstu þáttunum af Crime Story, þar sem hann lék glæpamann sem tekur gísla fasta sem síðar endar í skotárás við lögregluna. Hefur hann síðan verið einn af leiðandi leikurum sem sérhæfir sig í því að leika persónur beggja vegna lögreglunnar.
Hefur hann komið fram í sjónvarpsþáttum á borð við Miami Vice, Law & Order, New York Undercover og Ally McBeal. Hefur hann komið fram í kvikmyndum í þrjá áratugi. Á meðal kvikmynda sem hann hefur komið fram í: Three Men and a Baby, Wall Street, Celtic Pride, Beverly Hills Cop II, Quiz Show, Hoffa, Mrs. Doubtfire, Air Force One, Striptease, Amistad, The Negotiator, Extreme Measures, Primary Colors og L.A. Confidential.
Guilfoyle hefur einnig verið í tónlistamyndbandi Alter Bridge fyrir lagið „Broken Wings“ og í HBO kvikmyndinni Live from Baghdad.
Í dag er hann best þekktur sem Jim Brass í CSI: Crime Scene Investigation.
Remove ads
Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
Remove ads
Verðlaun og tilnefningar
Screen Actors Guild-verðlaunin
- 2005: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
- 2002: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir CSI: Crime Scene Investigation
Tilvísanir
Heimildir
Tenglar
Wikiwand - on
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Remove ads